Leita í fréttum mbl.is

Öld bláa gullsins

Á fundi bæjarráðs síðastliðinn mánudag var kynnt skýrsla Nýsköpunarmiðstöðvar um möguleika á vatnsútflutningi úr Ríki Vatnajökuls. Skýrsluhöfundur, Bjarni Ólafur Stefánsson, mætti á fundinn og greindi frá helstu niðurstöðum sínum. Góðar umræður sköpuðust um skýrsluna og málið almennt.

Við lestur skýrslunnar kemur margt forvitnilegt í ljós. Einn milljarður manna býr t.a.m. við lítið eða mjög lélegt aðgengi að góðu vatni. Það sýnir okkur betur en margt annað að gæðum heimsins er mjög misskipt. Íslendingar, 300.000 manna þjóð, hefur allt að því takmarkalausan aðgang fersku og heilnæmu vatni á meðan stór hluti heimsins býr við mjög lélegt aðgengi að vatni.  Þetta er auðvitað alþjóðlegt vandamál. Það er því ekki ofsögum sagt að öld blá gullsins - eins og Mogginn kallaði vatnið sl. vor - sé runninn upp.

En meginniðurstaða skýrslunnar er sú að það geti verið hagkvæmt að flytja vatn úr sveitarfélaginu og styrkir svæðisins m.a. í tengslum við markaðssetningu séu nokkrir. Þar vegur þungt nálægðin við Vatnajökul og stærsta þjóðgarð Evrópu. Á þeim grunni er hægt að vinna í sambandi við ímynd vatnsins og markaðssetningu á því.

Enda sjáum við að flestir þeir, sem eru að hefja útflutning á vatni, telja sig hafa hag af því að tengja það við jökla af einhverjum ástæðum. Ekki er samt alltaf gott að átta sig á því hvaða jökla er verið að vísa til í því samhengi.

Í kjölfar umræðna um skýrsluna fól bæjarráð bæjarstjóra að halda vinnu við málið áfram. Vonir okkar standa til þess að afrakstur þeirrar vinnu verði sá að á næstu vikum eða mánuðum geti bæjarráð fundað með áhugasömum fjárfestum vegna málsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband