Leita í fréttum mbl.is

Þegar öll von virtist úti

hjá Davíð Oddssyni, formanni Seðlabankastjórnar, eftir ósvífnar árásir frá ótrúlegasta fólki, sem hoppað hefur upp á Evruvagninn og gerst fjandmenn krónunnar þá birtist bjargvættur úr heldur óvæntri átt.

Bjargvætturinn reyndist vera þingmaður Vinstri Grænna úr Norðvestur kjördæmi, nefnilega Jón Bjarnason. Mikið hlýtur það að hafa verið hughreystandi fyrir Davíð og veitir honum eflaust kærkominn innblástur til þess að halda áfram herferð sinni sem Seðlabanakastjóri gegn öllum þeim sem dirfast að tala krónuna niður á þessum erfiðu tímum.

Það er hægt að taka manninn úr pólitíkinni en ekki pólitíkina úr manninum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Takk fyrir síðast Árni Rúnar - já það sýnir sig reglulega að bilið milli D og V er styttra en menn halda...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband