30.11.2006 | 14:57
Uppbygging íþróttamannvirkja á Sindravöllum
Á 106. fundi bæjarstjórnar Hornafjarðar sem haldinn var 7. september síðastliðinn var samþykkt tillaga meirihlutans í bæjarstjórn þess efnis að hefja framkvæmdir á Sindravöllum. Þar verður byggð upp aðstaða fyrir frjálsar íþróttir en eins og menn vita þá hefur aðstöðuleysi lengi háð iðkendum í frjálsum íþróttum. Tillaga meirihlutans felur einnig í sér að byggður verður upp nýr knattspyrnuvöllur. Ekki hefur verið tekin endanlega ákvörðun um það hvort um verður að ræða keppnisvöll með gervigrasi eða náttúrugrasi. Meirihluti Samfylkingar og Framsóknar vill í samstarfi og samráði við íþróttahreyfinguna í sveitarfélaginu gefa henni tíma til þess að fjármagna verkefnið til þess að hægt verði að byggja upp gervigrasvöll fyrir knattspyrnuiðkendur. Um þetta skapaðist nokkuð góð sátt á vinnufundi sem haldinn var í bæjarstjórn með fulltrúum íþróttahreyfingarinnar í sveitarfélaginu þann 29. ágúst síðastliðinn.
Minnihluti íhaldsins ákvað að styðja ekki við bakið á uppbyggingu íþróttamannvirkja
Afstaða íhaldsins í bæjarstjórn sem kaus að sitja hjá við afgreiðslu málsins til þess að gera það að pólitískum sandkassaleik urðu mér mikil vonbrigði. Hver möguleg ástæða fyrir því kann að vera er erfitt að gera sér í hugarlund nema þeir séu e.t.v. á höttunum eftir tímabundnum vinsældum. Engin tillaga var lögð fram af minnihlutanum sem hægt var að ræða af einhverri alvöru. Eini tilgangurinn virtist vera sá að reyna að slá andstæðingana pólitískum höggum. En eins og gjarnan er með högg íhaldsins þá vara bara um vindhögg að ræða.
Spennandi tímar framundan
Ljóst er að spennandi tímar eru framundan hjá íþróttaiðkendum á Hornafirði. Hvort sem á endanum verður gerður gervigrasvöllur eða keppnisvöllur með náttúrugrasi þá er kristaltært að aðstaðan sem byggð verður upp fyrir unglingalandsmótið 2007 verður þannig úr garði gerð að við íbúar þessa sveitarfélags getum verið stoltir af þessu framtaki. Ég ætla því að nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla bæjarbúa hvar í flokki sem þeir standa til þess að ganga í lið með íþróttahreyfingunni á staðnum og leggja henni lið í því fjáröflunarverkefni sem nú fer í hönd.
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.