7.8.2008 | 00:12
Tekjuskipting ríkis og sveitarfélaga
Það er orðinn árviss viðburður í ágúst að umræða um hlutdeild sveitarfélaganna fjármagnstekjuskattinum svokallaða fari af stað. Ástæðan er eflaust sú að þegar álagningarskrár skattsins eru birtar kemur í ljós að fjármagntekjuskatturinn stækkar með hverju árinu og ríkiskassinn bólgnar út. Á sama tíma kemur þá líka í ljós að þeim er ávallt að fjölga sem eingöngu greiða sinn skerf til samneyslunnar í gegnum fjármangstekjuskattinn. Þeir einstaklingar leggja því ekkert til þeirra sveitarfélaga sem þeir búa í. Þetta er auðvitað óviðunandi og gengur ekki lengdar að sístækkandi hópur greði ekkert í þá samneyslu sem er á hendi sveitarfélaganna. Þessir einstaklingar verða, eins og aðrir, að nýta sér lögbundna þjónustu sveitarfélaganna. Það er einfaldlega sanngirnis - og réttlætismál að þeir sem eiga það mikla peninga að þeir geta lifað af því að sýsla með þá greiði með sama hætti til nærsamfélagsins og aðrir.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar og bæjarstjórnarmaður í Hafnarfirði og Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar og fyrrverandi bæjarstjóri á Akureyri hafa báðir sagt að eðlilegt sé að sveitarfélögin fái hlutdeild í þessum skatttekjum. Ýmsir aðrir hafa talað á þessum nótum. Þar sem bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar hafa talað með svo skýrum hætti um þessi mál hefði verið hægt að álykta sem svo að ákveðinn þrýstingur myndist hjá ríkisstjórninni um að hefja a.m.k. skoðun á þessu réttlætismáli.
Hins vegar hefur Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra ákveðið að gera þetta að sínu hugsjónamáli í pólitík, þ.e. að sveitarfélögin hafi ekkert með það að gera að fá hlutdeild í þessum skatttekjum. Hann telur að sveitarfélögin stríði við útgjaldavanda og hafi ekkert við fjármagnstekjuskattinn að gera. Þau þurfi að taka til í sínum rekstri. Mér þykir ekki rétt að setja öll sveitarfélög undir þann hatt að þau eigi við útgjaldavanda að stríða. Auðvitað eru þau til sem e.t.v. hafa farið of glannalega en það á alls ekki við um öll sveitarfélög. Öll sveitarfélög vilja hafa reksturinn í góðu jafnvægi en þau vilja jafnframt veita góða þjónustu vegna þess að þau vilja búa íbúum sínum sem best skilyrði. Þess vegna finnst mér þetta ekki tæk rök hjá fjármálaráðherra.
En í mínum huga snýst þessi krafa sveitarfélaganna ekki eingöngu um auknar tekjur sveitarfélaganna - sem vissulega skipta miklu máli - heldur er um að ræða réttlætismál. Það að búa við fjárhagslega gæfu og velgengni á ekki að þýða að maður hætti að greiða eðlilegan skatt til sveitarfélagsins síns þar sem maður heldur áfram að þiggja þá þjónustu sem í boði er. Í þessari umræðu er mikilvægt að það komi fram að enginn er að tala um það að þessi skattstofn verði hækkaður heldur er eingöngu verið að fara fram á það að sveitarfélögin fái eðlilega hlutdeild í honum. Eftir því sem þeim einstaklingum fjölgar, sem eingöngu greiða fjármagntekjuskatt og greiða því ekkert útsvar til sveitarfélaganna, þeim mun þyngri hlýtur umræðan að verða í þá veru að komið verði til móts við vilja sveitarfélaganna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.