22.11.2006 | 14:04
Félagslíf ungmenna á Hornafirđi
Í 44. tölublađi Eystrahorns birtist góđ grein eftir ţrjá drengi frá Hornafirđi sem hafa áhyggjur af stöđu félagslífs á svćđinu fyrir ungmenni sem hafa lokiđ grunnskólagöngu. Á morgun birtist í Eystrahorni svargrein sem ég og Guđrún Ingimundardóttir, félagi minn í bćjarstjórn sömdum í ljósi umrćđunnar.
Hún er svona:
Öflugt félagslíf ungmenna samfélaginu mikilvćgt
Í 44. tbl. Eystrahorns frá 2. nóvember er ágćt grein eftir ţá Sindra Snć Ţorsteinsson, Hrafn Eiríkssson og Hauk Halldórsson. Ţeir stunda nám viđ Framhaldsskóla Austur - Skaftafellssýslu. Ţađ er alltaf sérstakt ánćgjuefni ţegar ungt fólk lćtur sig málefni sveitarfélagsins okkar varđa eins og ţeir félagar gera í grein sinni. Ţeir eru líka ađ tala um málefni sem kemur okkur öllum viđ.
Í greininni er fariđ yfir ýmislegt í félagslífi unglinga hér í sveitarfélaginu eins og t.d. Laniđ sem ţeir félagar stunda af miklum vígamóđ. Ţeir félagar benda á ţađ sem ţeim ţykir ađ betur megi fara í málefnum ungmenna á aldrinum 16 20 ára. Undir ţađ skal tekiđ ađ félgagslif ungmenna á ţeim aldri gćti auđvitađ veriđ fjölbreyttara en ţađ er í dag í okkar ágćta sveitarfélagi.
Unga fólkiđ hafi áhrif
Ţađ er sannarlega rétt hjá Sindra, Hauki og Hrafni ađ stjórnmálamenn tala oft um ţađ ađ mikilvćgt sé fyrir bćjarfélagiđ ađ halda krökkunum hér á stađnum eftir ađ grunnskóla lýkur. Gott og öflugt félagslíf er ein af mikilvćgustu forsendum ţess ađ unga fólkiđ sjái ástćđu til ţess ađ vera hér áfram eftir ađ grunnskóla lýkur. Til ţess ađ unnt sé ađ byggja upp öflugra félagslíf í sveitarfélaginu fyrir ungmenni á aldrinum 16 20 ára er mikilvćgt ađ allir ţeir ađilar sem hafa međ félagsmál og félagslíf ungmenna ađ gera setjist niđur og rćđi saman. Ţá er mikilvćgt ađ unga fólkiđ taki virkan ţátt í ţeirri umrćđu ţannig ađ ţeirra sjónarmiđ séu höfđ til hliđsjónar. Ţađ er lykilatriđi svo vel megi til takast ađ ungmennin sjálf séu gerendur í ţessu ferli vegna ţess ađ ţau vita hvađ ţarf helst ađ bćta og hafa oft á tíđum hugmyndir sem ađrir koma ekki auga á.
Ţađ er ekki rétt ađ viđ sem stjórnum í sveitarfélaginu segjum ykkur hvernig félagslífiđ á Hornafirđi eigi ađ vera. Ţiđ verđiđ ađ segja okkur til í ţeim efnum og grein ykkar félaganna í Eystrahorni er mjög gott innlegg í ţá umrćđu. Orđ eru til alls fyrst.
Umrćđan komin af stađ
Stjórnmálafólkiđ í sveitarfélaginu situr ţó ekki auđum höndum ţessa dagana heldur er veriđ ađ rćđa ţessi mál af mikilli alvöru. Á fundi Félagsmálaráđs 14. nóvember var ţessi málaflokkur tekinn til umrćđu. Félagsmálaráđ bendir á nokkrar leiđir sem ţađ telur ađ geti veriđ til bóta fyrir félagslíf ungmenna í sveitarfélaginu. Einnig er vert ađ benda á ađ Ćskulýđs og tómstundaráđ mun á nćsta fundi taka ţessi málefni til sérstakrar umfjöllunar. Ţađ er ţví ljóst ađ grein ykkar félaga hefur svo sannarlega hreyft viđ okkur sem stýrum bćjarfélaginu í dag og viđ lýsum yfir fullum vilja til samstarfs viđ ykkur um ađ efla og bćta félagslíf ungmenna í sveitarfélaginu ţannig ađ allir njóti góđs af.
Árni Rúnar Ţorvaldsson
Guđrún Ingimundardóttir
Bćjarfulltrúar Samfylkingarinnar
Myndaalbúm
Fćrsluflokkar
Eldri fćrslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.