22.11.2006 | 14:04
Félagslíf ungmenna á Hornafirði
Í 44. tölublaði Eystrahorns birtist góð grein eftir þrjá drengi frá Hornafirði sem hafa áhyggjur af stöðu félagslífs á svæðinu fyrir ungmenni sem hafa lokið grunnskólagöngu. Á morgun birtist í Eystrahorni svargrein sem ég og Guðrún Ingimundardóttir, félagi minn í bæjarstjórn sömdum í ljósi umræðunnar.
Hún er svona:
Öflugt félagslíf ungmenna samfélaginu mikilvægt
Í 44. tbl. Eystrahorns frá 2. nóvember er ágæt grein eftir þá Sindra Snæ Þorsteinsson, Hrafn Eiríkssson og Hauk Halldórsson. Þeir stunda nám við Framhaldsskóla Austur - Skaftafellssýslu. Það er alltaf sérstakt ánægjuefni þegar ungt fólk lætur sig málefni sveitarfélagsins okkar varða eins og þeir félagar gera í grein sinni. Þeir eru líka að tala um málefni sem kemur okkur öllum við.
Í greininni er farið yfir ýmislegt í félagslífi unglinga hér í sveitarfélaginu eins og t.d. Lanið sem þeir félagar stunda af miklum vígamóð. Þeir félagar benda á það sem þeim þykir að betur megi fara í málefnum ungmenna á aldrinum 16 20 ára. Undir það skal tekið að félgagslif ungmenna á þeim aldri gæti auðvitað verið fjölbreyttara en það er í dag í okkar ágæta sveitarfélagi.
Unga fólkið hafi áhrif
Það er sannarlega rétt hjá Sindra, Hauki og Hrafni að stjórnmálamenn tala oft um það að mikilvægt sé fyrir bæjarfélagið að halda krökkunum hér á staðnum eftir að grunnskóla lýkur. Gott og öflugt félagslíf er ein af mikilvægustu forsendum þess að unga fólkið sjái ástæðu til þess að vera hér áfram eftir að grunnskóla lýkur. Til þess að unnt sé að byggja upp öflugra félagslíf í sveitarfélaginu fyrir ungmenni á aldrinum 16 20 ára er mikilvægt að allir þeir aðilar sem hafa með félagsmál og félagslíf ungmenna að gera setjist niður og ræði saman. Þá er mikilvægt að unga fólkið taki virkan þátt í þeirri umræðu þannig að þeirra sjónarmið séu höfð til hliðsjónar. Það er lykilatriði svo vel megi til takast að ungmennin sjálf séu gerendur í þessu ferli vegna þess að þau vita hvað þarf helst að bæta og hafa oft á tíðum hugmyndir sem aðrir koma ekki auga á.
Það er ekki rétt að við sem stjórnum í sveitarfélaginu segjum ykkur hvernig félagslífið á Hornafirði eigi að vera. Þið verðið að segja okkur til í þeim efnum og grein ykkar félaganna í Eystrahorni er mjög gott innlegg í þá umræðu. Orð eru til alls fyrst.
Umræðan komin af stað
Stjórnmálafólkið í sveitarfélaginu situr þó ekki auðum höndum þessa dagana heldur er verið að ræða þessi mál af mikilli alvöru. Á fundi Félagsmálaráðs 14. nóvember var þessi málaflokkur tekinn til umræðu. Félagsmálaráð bendir á nokkrar leiðir sem það telur að geti verið til bóta fyrir félagslíf ungmenna í sveitarfélaginu. Einnig er vert að benda á að Æskulýðs og tómstundaráð mun á næsta fundi taka þessi málefni til sérstakrar umfjöllunar. Það er því ljóst að grein ykkar félaga hefur svo sannarlega hreyft við okkur sem stýrum bæjarfélaginu í dag og við lýsum yfir fullum vilja til samstarfs við ykkur um að efla og bæta félagslíf ungmenna í sveitarfélaginu þannig að allir njóti góðs af.
Árni Rúnar Þorvaldsson
Guðrún Ingimundardóttir
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.