Leita í fréttum mbl.is

Þingmannaheimsóknir

Á morgun, þriðjudaginn 1. júlí ætla þingmenn Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar að heimsækja Hornafjörð.

Haldinn verður súpufundur í hádeginu í Pakkhúsinu þar sem allir eru velkomnir. Yfirskrift fundarins er byggða - og efnahagsmál. Þeir munu líka nota tímann til þess að heimsækja fyrirtæki og stofnanir í sveitarfélaginu og hitta fólk.

Eins og staðan er í efnahagsmálum þjóðarinnar um þessar mundir þá er líklegt að fólk vilji ræða við við þingmennina um þá stöðu. Raddir innan samtaka atvinnulífsins verða sífellt háværari um að stjórnvöld eigi að gefa út yfirlýsingu um að Ísland stefni að inngöngu í Evrópusambandið og ætli í kjölfarið á því að taka upp Evru. Þetta eru auðvitað mál sem vert er að ræða um þessar mundir.

Það kæmi mér heldur ekki á óvart að fólk myndi vilja ræða málefni Vatnajökulsþjóðgarðs í tengslum við umræður um byggðamál. Þar hafa síðustu atburðir verið með þeim hætti að nauðsynlegt er að ræða þau mál hispurslaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband