27.6.2008 | 23:22
Nýting eða náttúruvernd
Nú þegar allir heilögustu predikarar Vinstri Grænna hrópa á torgum að Samfylkingin hafi svikið kosningaloforð sín í náttúruverndarmálum er vert að minnast ummæla Steingríms J. Sigfússonar að loknum síðustu kosningum. Þá sagði hann að ef staða mála í Helguvík og Bakka væri með þeim hætti að ekki væri aftur snúið þá ætti það ekki vera frágangssök ef Sjálfstæðisflokkurinn vildi mynda stjórn með VG. Þar með lagði hann öll spilin upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokknum. Þetta sagði hann m.a. annars í hádegisviðalinu á Stöð 2 16. maí, fjórum dögum eftir kosningar.
Vinstri Grænir létu alltaf í veðri vaka að Framsóknarflokkurinn væri aðalgerandinn í hinni svokölluðu stóriðjustefnu. Á þeim var helst að skilja að Sjálfstæðismenn væru bara saklausir áhorfendur í þeim málaflokki og létu bara tilleiðast vegna vilja Framsóknar. Auðvitað átti það ekki við nein rök að styðjast en það hentaði bara hagsmunum Vinstri Grænna betur að haga málflutningi sínum þannig.
Sama er upp á teningnum núna. Nú hentar það Vinstri Grænum að snúa einhverju, sem þeir vilja kalla stóriðjustefnu, upp á Samfylkinguna. Þess vegna er vert að minnast á ríkisstjórnarsáttmála Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks en þar segir:
- Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu.
- Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir.
Þarna er nauðsynlegt að benda sérstaklega á setninguna þar sem getið er um óröskuð svæði. En áframhaldandi rannsóknir á þeim svæðum, sem tengjast hugsanlegri uppbyggingu á álveri á Bakka við Húsavík, fela ekki í sér að farið sé inn á óröskuð svæði. Það er grundvallaratriði í þessari umræðu.
Vinna við rammáætlun um verndun og nýtingu er í fullum gangi í iðnaðarráðuneytinu og það er sú vinna sem hlýtur að skipta öllu máli ef einhvern tíma á að nást sæmileg sátt í náttúruverndarmálum hjá þjóðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.