20.6.2008 | 15:46
Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður
Þann 7. júní síðastliðinn var ég viðstaddur ánægjulega samkomu í Skaftafelli í tilefni af stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar var Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra stödd ásamt aðstoðarmanni sínum, Önnu Kristínu Ólafsdóttur, sem jafnframt er formaður yfirstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Umhverisráðherra var þarna mættur til þess að undirrita - við hátíðlega athöfn - reglugerð fyrir þjóðgarðinn og þar með að stofna hann formlega. Margt var um manninn enda um stóran og ánægjulegan áfanga að ræða.
Vatnajökulsþjóðgarður er stærsti þjóðgarður Evrópu og hann er stórvirki á svið náttúruverndar. Langt er um liðið síðan fyrst var farið að ræða um Vatnajökulþjóðgarð og mikil vinna hefur farið í að koma honum á laggirnar. Þannig að hér er um gríðarstóran áfanga að ræða. Þó liggur það fyrir að heilmikil vinna er framundan hjá stjórn garðsins í uppbyggingu hans. Eftir er að útfæra það hvernig menn ætla að markaðssetja þjóðgarðinn og hvernig þeir, sem stunda ferðaþjónustu og matvælavinnslu á áhrifasvæðum garðsins, geta nýtt sér tilurð garðsins sér til framdráttar. Enginn vafi er á því í mínum huga að miklir möguleikar eru fyrir hendi fyrir þá aðila sem stunda atvinnurekstur innan þessari greina til þess að bæta samkeppnisstöðu sína með tilkomu stærsta þjóðgarðs Evrópu. Í því liggja mikil tækifæri sem við verðum að nýta okkur.
Hins vegar olli það mér og fleirum töluverðum vonbrigðum þegar yfirstjórn þjóðgarðsins tók ákvörðun um að starf framkvæmdastjóra yfirstjórnarinnar yrði staðsett í Reykjvavík. Vonir Hornfirðinga stóðu til þess að höfuðstöðvarnar yrðu hérá Hornafirði í Ríki Vatnajökuls. Enda hafa sveitarstjórnarmenn og fleiri lengi talað fyrir því að það gæti orðið að veruleika.
Það hefur verið boðað af mörgum að náttúruvernd og atvinnuuppbygging séu ekki andstæðir pólar, að náttúruvernd geti í raun falið í sér atvinnuuppbyggingu og því trúðum við og gerum raunar enn. Þess vegna olli það verulegum vonbrigðum að stjórn þjóðgarðsins skyldi ákveða að fara þessa leið. Sú leið er ekki verið til þess fallin að gera náttúruverndina að trúverðugum kosti, í augum landsbyggðarfólks, þegar kemur að atvinnuuppbyggingu. Það er auðvitað alvarlegt mál ef ráðamönnum er alvara með því að gera náttúruvernd að raunhæfum kosti í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.