Leita í fréttum mbl.is

Velferð fyrir alla

Á laugardaginn fór ég á góðan og tímabæran fund Samfylkingarinar um heilbrigðismál. Fundurinn bar yfirskriftina velferð fyrir alla.

Skemmst er frá því að segja að fundurinn var í alla staði mjög vel heppnaður og skilaboð fundarins voru skýr. Engin einkavæðing á heilbrigðiskerfinu stendur fyrir dyrum eins og stjórnarandstaðan hefur verið að gefa í skyn. Slíkt mun aldrei eiga sér stað á meðan Samfylkingin stendur vaktina í ríkisstjórn. Skýrt var kveðið á um það að við erum ekki að fara út í neinar grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu. Ekki verður hægt að kaupa sig fram aðra í röð fyrir þjónustu innan heilbrigðisgeirans. Á meðan Samfylkingin situr í ríkissjtórn ætla menn að verja þá grunnhugsun jafnaðarstefnunnar, þ.e. sama þjónusta fyrir alla óháð efnahag.

Hins vegar voru allir sammála um það að ef þessar forsendur sem nefndar eru hér að ofan eru tryggðar þá séu menn tilbúnir að skoða þau rekstrarform sem eiga að veita heilbrigðisþjónustuna. Ef einkarekstur á við á sumum sviðum þá eru menn tilbúnir að skoða það ef þjónustan verður fyrir alla óháð efnahag.

Þetta snýst einfaldlega um að veita sem besta þjónustu fyrir alla landsmenn á sem hagkvæmastan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband