7.5.2008 | 19:09
Samráðsfundur með 60+
Rétt í þessu var ég að koma af samráðsfundi Heilbrigðis - og öldrunarráðs með Hornfirðingum 60+ í Ekrunni. Skemmst er frá því að segja að fundurinn var einkar ánægjulegur og gagnlegur. Fram kom á fundinum að fólk er í öllum meginatriðum mjög ánægt með þá þjónustu sem veitt er af okkar góða starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands. Fólk var mjög ánægt með heimilishjálpina og heimhjúkrunina sem veitt er af starfsmönnum stofnunarinnar.
Þær ábendingar, sem fram komu um það sem betur mætti fara, lutu fyrst og fremst að því að nauðsynlegt væri að auka og efla upplýsingaflæði frá Heilbrigðis - og öldrunarráði og bæjarfélaginu um þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara. Einnig kom fram að mikilvægt væri að bæta samráð og samstarf á milli eldri borgara og Heilbrigðis - og öldrunarráðs. Mikilvægt er að koma þeim málum í fastari og betri farveg. Þetta er eitthvað sem Heilbrigðis - og öldrunarráð mun skoða á næstu dögum og vikum í samráði við Félag eldri Hornfirðinga.
En fundurinn var sérstaklega ánægjulegur og það var sérstkaklega gaman að sjá hversu vel var mætt. Fundurinn færði mér sönnur á hversu mikilvægt er að fara reglulega út fyrir innsta hring stjórnmálanna til þess að fá beint í æð flottar hugmyndir sem geta orðið til þess að bæta sveitarfélagið og þjónustu þess.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:11 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.