7.5.2008 | 15:41
Gott innlegg í umræðuna um ESB
Ég held að flestir geti tekið undir það að leiðari Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag sé gagnlegt innlegg í umræðuna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.
Þar segir m.a.
Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni.
En tímabundni vandinn má ekki verða til þess að slegið verði á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt.
Ég held að þarna hafi ritstjóranum tekist að ná utan um ákveðinn kjarna í málinu. Vandi efnahagslífsins í dag er tímabundinn og hann er m.a. tilkominn vegna alþjóðlegrar lánakreppu. En það sem er séríslenskt í þessu aðstæðum og greinir okkar vanda frá þeim þjóðum, sem við viljum bera okkur saman við, er sú staðreynd að við búum við gjaldmiðil sem ekki er samkeppnishæfur.
Það þýðir ekki að fresta þeirri umræðu. Áður en efnahagslægðin skall yfir okkur þá töldum menn litla ástæðu til þess að ræða þessi mál vegna þess að staðan var svo góð og góðærið svo mikið. Nú þegar tímabundnir efnahagserfiðleikar ganga yfir segja sömu úrtöluraddirnar að ekki megi tala um Evruna í ljósi þessara efnahagserfiðleika, ekki gangi að ræða málin á þeim forsendum.
En hvenær ætla menn þá að taka þessa umræðu fyrir alvöru? Hvenær er rétti tíminn?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.