Leita í fréttum mbl.is

Lýst er eftir frjálshyggjunni

Ég held að það sé orðið tímabært að lýsa eftir þeim frjálshyggju - og einkavæðingarpostulum sem hæst hafa látið á undanförnum árum. Mér finnst full ástæða til þess að kalla þessa aðila fram á sjónarsviðið vegna þess að ef frjálshyggjuna hefur einhvern tímann vantað öfluga talsmenn þá er það núna. En þegar það gerist, er eins talsmennirnir hafi horfið.

Ekki bólar mikið á umræðum um hina dauðu hönd ríksvaldsins og hina ósýnilegu hönd markaðarins sem öllu átti að bjarga. Það er kannski, eins og einhver sagði, ástæða fyrir því að höndin er ósýnileg og hún er sú að hún er ekki til.

Það er fyrir löngu ljóst að markaðurinn ræður ekki við sig sjálfur. Það verður að setja honum skýrar leikreglur og e.t.v. má segja að það sé nauðsynlegt að búa til regluverk í kringum hann til þess að vernda almenning fyrir hinni ósýnilegu hönd.

Þetta er grundvallarsjónarmið í málflutningi jafnaðarmanna um allan heim. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, bendir réttilega á þessa staðreynd í grein sinni í Fréttablaðinu 1. maí síðastliðinn. Við eigum nefnilega ekki að búa til þjóðfélag sem þjónar markaðnum og markaðsöflunum heldur að búa til markað sem þjónar þjóðfélaginu. Markaðurinn og peningahyggjan eru þarfur þjónn en vondur herra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband