Leita í fréttum mbl.is

Gamla bæjarmyndin

Í gær var haldinn fundur í Pakkhúsinu um framtíð verkefnis sem nefnist Hafnarvík - Heppa. Í verkefninu felst að byggja upp gömlu bæjarmyndina á Höfn við höfnina sem er auðvitað hjarta bæjarins. Það voru ráðgjafafyrirtækið R3 og Gláma Kím sem stóðu fyrir fundinum. Þeir félagar á Glámu Kím hafa teiknað hverfið upp þannig að maður fær miklu betri tilfinningu fyrir því hvernig þetta á allt saman að líta út.

Ótrúlega góð mæting var á fundinn sem segir manni hversu mikill áhugi er fyrir verkefninu. Það er ekki nokkur vafi á því í mínum huga að uppbygging á þessu svæði með verndun gamalla húsa að markmiði á eftir styrkja svæðið mjög mikið. Ég trúi því líka að verkefnið gæti haft jákvæð áhrif á atvinnu - og byggðþróun í byggðalaginu. Eitt af því sem mér fannst skemmtilegast við tillögur þeirra félaga var hversu mikið líf og fjör á að vera á svæðinu. Þarna verður ekki eingöngu um að ræða söfn og safnamenningu heldur er gert ráð fyrir heilmikilli verslun og þjónustu á svæðinu og þá ekki síst í tengslum við ferðamannaþjónustu.

Hugmyndirnar gera ráð fyrir því að Gamlabúð verði flutt á sinn gamla stað nærri höfninni eða eins nærri honum og mögulegt er. Einnig gera þær ráð fyrir viðgerðum á Miklagarði og húsinu með skrýtna nafninu, Graðaloftinu og fjölda annarra verkefna. Um gríðarlega stórt og viðamikið verkefni er hér á ferðinni og ekki er hægt að líta á það öðruvísi en svo en að um langtímaverkefni sé að ræða. Fjárhagsáætlun þeirra Gísla Sverris og Garðars hjá R3 gerir ráð fyrir heildarkostnaði upp á 316 milljónir og í áætlunum þeirra er gert ráð fyrir blandaðri fjármögnun.

Það er ekki nokkur spurning um það í mínum huga að hér er um spennandi verkefni að ræða sem gæti ef vel verður haldið á spilunum skipt miklu fyrir bæjarmyndina á Höfn. Ég er líka sannfærður að þetta er bara sagnfræði - og menningartengt verkefni heldur snýst það líka um atvinnu - og byggðaþróun á svæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband