Leita í fréttum mbl.is

Jón Sigurðsson hefur talað

Ekki sá Jón Sigurðsson sem Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis dró inn í umræðuna um ESB, heldur sá sem gegndi formannsembætti í Framsóknarflokknum fyrir skemmstu. Hans framtíðarsýn er skýr, hann vill hefja aðildarviðræður að Evrópusambandinu og er þá kominn í mótsögn við sjálfstæðishetjuna ef marka má söguskýringar forseta þingsins. Það er vonandi að þessi líkindi með nöfnum þeirra félaga rugli ekki Sturlu mikið í ríminu.

Eina sem við þetta er að bæta er að það er vont að Jón Sigurðsson skuli ekki ennþá vera formaður Framsóknarflokksins. Framsóknarflokkurinn á Suðurlandi virðist vera kominn í andstöðu við flesta aðra framsóknarmenn í Evrópumálunum, a.m.k. þá sem eitthvað tjá sig um þau. Það verður að teljast nokkuð víst að fyrrverandi formaður flokksins myndi ekki ræða þessi mál með þessum hætti nema töluverður hljómgrunnur væri fyrir þessum skoðunum innan flokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband