4.3.2008 | 18:48
Fólksfækkun á landsbyggðinni - skortur á kvenhylli?
Þær eru ískyggilega tölurnar sem nú berast frá Hagstofunni um hvernig Íslendingar hafa safnast saman á einum litli bletti á landinu, þ.e. suðvesturhorninu. Nú er svo komið að tæplega 63% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu sjálfu og tæplega 75% á suðvesturhorninu sem er svæði sem nær frá Suðurnesjum, í Árborg og norður í Borgarnes. Þetta er óheillaþróun.
Þegar menn taka svo inn í þetta tölur frá Akureyri og vaxtarsvæðinu á Miðausturlandi þá er ekki mikið eftir til skiptanna fyrir önnur landssvæði. Ef litið er á tölur frá Hornafirði fyrir síðustu 10 ár hjá Hagstofunni þá er ljóst að þróunin hjá okkur alls ekki nógu góð. Á síðustu 10 árum hefur hér fækkað um 326 einstaklinga í sveitarfélaginu. Ef marka má fólksfækkunartölurnar á þessu tímabili, þá virðist kenning Dofra Hermannsonar um að skortur á kvennhylli sé rót byggðavandans, ekki vera ástæðan fólksfækkunar á Hornafirði. Á þessu 10 ára tímabili hefur konum fækkað um 165 en körlum um 161 þannig að ekki er mikill munur þar á. Á hinn bóginn er slagsíða körlunum í vil í sveitarfélaginu þar sem karlarnir 108 fleiri en konurnar.
Það ætti því öllum að vera ljóst að við erum að berjast við byggðavanda eins og svo mörg byggðalög vítt og breitt um landið. Hornfirðingar hafa hins vegar verið þeirrar gæfu aðnjótandi að tala með jákvæðum hætti um sitt samfélag þótt gefið hafi á bátinn tímabundið. Ég tel hins vegar að hér sé ekki um tímabundinn vanda að ræða, þessi þróun hefur verið í gangi undanfarin 10 ár og það er ekki hægt að kalla tímabundið ástand. Það er því full ástæða fyrir okkur að setjast niður fara yfir málin, greina stöðuna og reyna að átta okkur á því hvað það er sem veldur þessari þróun.
Við megum þó alls ekki láta hendur fallast og gefast upp þótt á móti blási. Margt jákvætt er í gangi í okkar ágæta sveitarfélagi sem við verðum að hlúa að og treysta í sessi en það er líka alveg morgunljóst að við verðum að leita allra tiltækra leiða til þess að sporna gegn þessari þróun.
Ég held t.d. byggðastefna sem byggir á svokallaðri kjarnahugsun, eins og hún er útfærð í dag, sé algjörlega vonlaus og að það sannist á þeim tölum sem Hagstofan nú birtir. Það er ómögulegt að ímynda sér að jafnaðarmenn í ríkisstjórn geti starfað eftir slíkri ójafnaðarstefnu í byggðamálum. Sú stefna felur einfaldlega í sér að þá er í raun ákveðið með handafli að sumar byggðir lifi en aðrar deyi. Þannig stefna getur aldrei gengið til lengdar að mínu mati.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þingi um nýsköpun í atvinnumálum og umhverfisvæna framtíð sem Framtíðarlandið og Nýheimar efna nk. laugardag, þ.e. 8. mars í Nýheimum. Þingið ber heitið Austurþing og þar verður fjallað um atvinnumál, menntun og almenn lífsgæði með sérstakri áherslu á landsbyggðina. Ég hvet alla sem áhuga hafa á eflingu byggðanna til þess að mæta, hlýða á, taka þátt í umæðum og koma sínum skoðunum á framfæri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Skiptir máli að konur séu í áhrifastöðum?
Fjölkvennum á fund á NASA við Austurvöll laugardaginn 8.mars 2008 klukkan 17:00.
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 5.3.2008 kl. 10:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.