Leita í fréttum mbl.is

ESB umræðan

Þunginn í Evrópuumræðunni hefur aukist mjög á undanförnum mánuðum. Mér hefur fundist að eftir því áföllunum í efnahagslífi þjóðarinnar fjölgar þeim mun meira líf færist yfir umræðuna um Evru og ESB. Það er sjálfu sér hlutur sem ég fagna. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við eigum að taka til alvarlegrar skoðunar inngöngu í Evrópusambandið, a.m.k. þannig að við metum kostina og gallana og leggjum ákvörðunina í hendur landans í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það virðist vera að sú að staðreynd að okkar ágæta króna er orðin viðskiptahindrun knýji mest á um að umræðan fari fram. Mér hefur reyndar fundist það síðustu mánuði að málsvörum krónunnar sé alltaf að fækka. Það hlýtur ennþá að auka á þungann í umræðunni. Einnig virðast flestir orðnir sammála um það að einhliða upptaka Evru án inngöngu í ESB sé ekki tæk leið og yrði aldrei trúverðug hjá stöndugri þjóð.

Þess vegna virðast kostirnir vera nokkuð einfaldir. Annað hvort höldum við í krónuna sem flestir telja vera orðna viðskiptahindrun eða við stefnum að inngöngu í Evrópusambandið og að lokum í myntbandalagið. Að vísu gerir ríkisstjórnarsáttmáli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks ráð fyrir því að ekki verði hugað að aðild að Evrópusambandinu á kjörtímabilinu. Ég held að það myndi þó ekki saka að ríkisstjórnin setti sér það markmið að standast kröfur Evrópusambandsins í efnahagslegu tilliti svo að það væri a.m.k. valmöguleiki í stöðunni. Það getur varla skaðað að stefna að stöðugleika í efnahagsmálum.

Varla eru evrópuandstæðingar svo illa haldnir af hatri í garð ESB að ekki megi huga að því að ná þeim stöðugleika sem krafist er svo við uppfyllum skilyrði herranna í Brussel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband