Leita í fréttum mbl.is

Góður málefnasamningur tryggir 9% stuðning

Það er engum blöðum um það að fletta að það er málefnasamningnum góða að þakka að borgarstjórnin nýtur 9% stuðnings.

Síðast meirihluti starfaði án þess að koma sér saman um málefnasamning og núverandi meirihluti heldur því gjarnan á lofti að það hafi verið ástæðan fyrir því að upp úr slitnaði.

Sennilega hefur traustið á borgarstjórn verið enn minna á meðan enginn málefnasamningur var í gildi hjá borgarstjórnarmeirihlutanum en núverandi meirihluti er nú aldeilis búinn að kippa því í liðinn og ætlar sér að láta verkin tala. Það eina sem kemur á óvart er að þessi gríðarlega góði málefnasamningur og viljinn til að láta verkin tala skuli ekki skila sér í meira trausti.

Allar aðstæður eru fyrir hendi til þess að fólk geti öðlast trú á störf þessa meirihluta. Góður málefnasamningur, viljinn til góðra verka, borgarstjóri með sterkt bakland og gríðarlega skemmtilegt kapphlaup í uppsiglingu hjá Íhaldinu í borgarstjórastólinn. Það besta við kapphlaupið er að það gæti tekið upp undir ár.

Þetta eru sannarlega kjöraðstæður til þess að byggja upp traust. Eða þannig.


mbl.is Aðeins 9% treysta borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband