29.2.2008 | 23:39
Svör fjármálaráðherra
Í pistli fyrir stuttu gerði ég að umtalsefni bið sveitarfélagsins eftir svörum frá fjármálaráðherra varðandi túlkun á samningi eða samkomulagi á milli sveitarfélagsins annars vegar og heilbrgðisráðuneytisins hins vegar. Túlkunin snerist um það hvort fjármálaráðneytið liti svo á að greiða ætti Heilbrigðisstofnun Suðausturlands samkvæmt munnlegu samkomulagi sem við töldum að hefði verið í gildi á gildistíma síðasta þjónustusamnings. Um 30 milljónir er að ræða í greiðslum til stofnunarinnar.
Eftir nokkra yfirferð fjármálaráðherra frá því í nóvember þá hefur ráðherra komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að líta svo á að munnlegt samkomulag hafi verið í gildi. Heldur hafi verið um að ræða hefð sem skapast hefði á undanförnum árum og hlutirnir hafi einfaldlega verið framkvæmdir með þessum hætti. Nú er gott að niðurstaða er komin í þetta tiltekna mál og ekki er ástæða til þess að velta sér meira upp úr því hvernig þessi staða er tilkomin. Svör fjármálaráðherra voru skýr hvað þetta varðaði, ekkert munnlegt samkomulag var fyrir hendi. Ekki er því hægt að byggja lausn vandans fyrir síðasta ár á því - enda giska erfitt að byggja lausn á einhverju sem ekki er til. En það kom líka skýrt fram að þrátt fyrir þessa niðurstöðu ráðherrans þá hefði framkvæmd síðasta samnings verið með þessum hætti og því ekki óeðlilegt að við hefðum væntingar til þess að svo yrði áfram meðan ekki hefði verið skrifað undir nýjan samning.
Á fundinum með ráðherra voru ræddar ýmsar leiðir til þess að vinna sig út úr vandanum og var það ánægjulegt. Ég hef fulla trú á því að okkur takist að ljúka málinu farsællega. Nú er mikilvægt fyrir alla að draga lærdóm af þeim mistökum sem bæði hafa átt sér stað þegar skrifað var undir síðasta þjónustusamning sem og þau mistök sem kunna að hafa orðið í þeim samningaviðræðum sem nú hafa átt sér stað.
En stóri lærdómurinn af þessu öllu saman hlýtur að vera sá að þjónustusamningar eru ekki besti kosturinn í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. Best væri ef ríkisstjórnin og sveitarfélögin einhentu sér í þá vinnu að undirbúa flutning þessara verkefna frá ríki til sveitarfélaga sem allra fyrst. Reynslan frá Hornafirði sýnir svo ekki verður um villst að samrekstur heilsugæslunnar og öldrunarþjónustunnar hefur ótvíræða kosti í för með sér.
Að því leyti var síðasti samningur góður, þ.e. að hann gerði mönnum kleift að stuðla samrekstri ýmiss konar velferðarþjónustu. T.a.m. hefur samningurinn sannarlega orðið til þess að heimahjúkrunin og heimilisþjónustan eru rekin undir hatti heilsugæslunnar. Þetta hefur auðvitað orðið til þess að styrkja þessa þjónustu mjög og hefur leitt til þess að tekist hefur að fækka svo um munar einstaklingum í langlegu.
Samningurinn var hins vegar lélegur að því leyti að ekki var skýrt greint frá fjármögnun þessara verkefna. Hann stendur ekki nógu styrkum fótum, sbr. ákvörðun Tryggingastofnunar frá því í sumar að hætta að greiða okkur m.v. fulla nýtingu hjúkrunarrýma. Þess samkomulags eða hefðar var hvergi getið, hvorki í samningnum, viðauka við hann né hafði það varðveist í munnlegri geymd innan stjórnarráðsins. Að þessu leyti var síðasti þjónustusamningur slæmur. Hann stóðst ekki prófið þegar á reyndi.
Ég efast ekki um að aðstæður sveitarstjórnarmanna og embættismanna til samningsgerðar á þeim tíma hafa verið erfiðar líkt og við höfum upplifað í gerð nýs samnings. En það breytir því ekki að þetta er sá raunveruleiki sem við erum að glíma við í dag og ég tel það brýnt að fólk sé upplýst um hann. Harðar umærður hafa skapast um málið og málsmeðferðina í bæjarstjórn og þung orð hafa fallið í umræðunni.
T.a.m. hefur verið gefið í skyn að mennn ætli sér, með einu pennastriki að eyðileggja allt það góða starf sem unnið hefur verið á stofnuninni undanfarin ár. Einnig hefur því verið haldð að fólki að við ætluðum okkar að leggja af fæðingar á Hornafirði og talað hefur verið um misvitra bæjarfulltrúa í þessum efnum á bæjarstjórnarfundum. Í ljósi þessarar miklu og oft á tíðum hörðu umæðum, sem ég kveinka mér ekki undan, taldi ég mikilvægt að allir væru vel upplýstir um öll meginatriði málsins til þess að allrar sanngirni væri gætt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
- Náðun stuðningsmanna Trumps vekur ólík viðbrögð
- Skotinn til bana við skyldustörf
- Sársauki okkar er nístandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.