28.2.2008 | 19:59
Fundir í Reykjavík
Bæjarráð hefur gert víðreist um Reykjvavík síðustu tvo daga. Hefur bæjarráð m.a. fundað með fjármálaráðherra, samgönguráðherra og iðnaðarráherra. Við höfum einnig fundað með Vegamálastjóra, þingmönnum Suðurkjördæmis og fjölda annarra. Auk þess hefur bæjarráð skoðað nokkur knattspyrnuhús í ferðinni en það er liður í undirbúningi okkar að byggingu knattspyrnuhúss. Þetta var gagnlegar heimsóknir.
Á fundinum með fjármálaráðherra var sérstök áhersla lögð á heilbrigðis - og öldrunarmálin. Eftir fundinn þá er maður bjarsýnni en áður á að ásættanleg lausn náist í þeim málum fljótlega. Á öllum fundum hefur auðvitað farið fram heilmikil umræða um nýtt vegstæði yfir Hornafjörð. Sérstaklega var þingmönnum kjördæmisins gerð grein fyrir skoðunum bæjarstjórnar á því máli. Það mál ræddum við líka við samgönguráðherra og fjármálaráðherra og auðvitað Vegamálastjóra.
Annað sem hefur auðvitað líka verið mikið rætt í ferðinni eru atvinnumálin. Í öllum okkar heimsóknum þar sem þau hefur borið á góma höfum við rætt um fjölgun starfa á svæðinu. Það er mjög mikilvægt að fjölga og styrkja atvinnuundirstöður svæðisins. Í þeim efnum styrkir hvert starf sem kemur inn á svæðið samfélagið og styrkir grunnstoðirnar. Ýmsar hugmyndir hafa verið ræddar í þessu sambandi, t.a.m. kom fram hugmynd um svokallaðð netþjónabú á fundi okkar með Össuri Skarphéðinssyni. Slík stöð yrði þó alltaf háð getunni til að flytja rafmagn. En sannarlega er hér um hugmynd að ræða sem vert er að skoða.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.2.2008 kl. 21:43 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.