Leita í fréttum mbl.is

Vandræðagangurinn endalausi

Vandræðagangur íhaldsins ætlar engan endi að taka í borginni. Þær eru misvísandi fréttirnar sem berast núna af fyrirætlan Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Fréttir herma að hann ætli að halda áfram sem oddviti flokksins og taka við sem borgarstjóri eftir eitt ár. Aðrar fréttir herma að þetta liggi ekki endanlega fyrir. Enn aðrar fréttir segja að formaður og varaformaður flokksins muni ekki styðja Vilhjállm til þess að halda áfram sem oddviti og þau vilji að Hanna Birna taki við.

Það hlýtur að vera erfið tilhugsun fyrir Vilhjálm að ætla að sitja áfram í oddvitasætinu án þess að hafa til þess stuðning Geirs og Þorgerðar.

Verst er til þess að vita að þessi flokkur framdi valdarán í Reykjavík í byrjun árs og eftirlétu borgarstjórastólinn til eins manns flokks sem nýtur minni stuðnings í borginni en Villi sjálfur til þess að vera borgarstjóri og er þá mkið sagt. Enda lét Vilhjálmur sjálfur þau hörðu orð falla um Ólaf að Ólafur væri jafn tilbúinn og hann hefði verið eftir kosningarnar 2006 til þess að taka við borgarstjóraembættinu. Það þótti mér harður dómur.

Já, það er óhætt að segja að höfuðborgin okkar sé í traustum og öruggum höndum þeirra Ólafs F. og Villa Þ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband