18.2.2008 | 21:15
Áherslur jafnaðarmanna
Það er mál manna er að vel hafi tekist til í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði að þessu sinni. Samstaða hefur myndast um það að bæta kjör þeirra verst stöddu, þ.e. þeirra sem ekki hafa notið góðs af launaskriði. Þetta var mjög skynsamleg ráðstöfun. En auðvitað þýðir það að einhverjir hópar njóta lítils af þessum samningum.
Það hefur væntanlega ekki verið vandalaust fyrir samningsaðila sigla samningunum endanlega í örugga höfn. En samningsaðilar hafa gert sér grein fyrir því að hversu mikilvægt það var að leiða þessi mál farsællega til lykta í því viðkvæma efnahagsástandi sem er nú um mundir.
Töluverð bið varð á útspili ríkisstjórnarinnar í tengslum við samningana. Þegar það svo loksins kom virðast það hafa fallið í nokkuð góðan jarðveg. Þó er það auðvitað þannig eins og er með alla svona samninga að enginn fær allt sem hann vill.
Mér sýnist á öllu að aðgerðir ríkisstjórnarinnar og svo samningarnir sjálfir séu til fallnir að auka jöfnuð og stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar. Vonandi verður þetta til þess að hægt verður að hefja vaxtalækkunarferli.
En ég er sammála þessum hér um það hvaða áherslur eru ráðandi í þessu ríkisstjórnarsamstarfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:18 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.