14.2.2008 | 14:14
Heimsókn umhverfisráðherra
Heimsókn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra og Önnu Kristínar Ólafsdóttur, aðstoðarkonu ráðherra í gær var ánægjuleg og gagnleg. Anna Kristín er einnig formaður yfirstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs.
Daginn byrjuðum við á því að fara í Nýheima og kynna fyrir þeim starfsemina þar. Þar hittu þær m.a. Þorvarð, forstöðumanns Háskólasetursins sem þar er til húsa. Hann kynnti fyrir þeim ýmis verkefni á vegum stofnunarinnar sem tengjast með einum eða öðrum hætti stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig hittu þær Rósu Björk Brynjólfsdóttur, framkvæmdastjóra ferðaþjónustuklasans á Suðausturlandi sem kallast Ríki Vatnajökuls. Hún ræddi við þær um ýmis mál tengd ferðamennsku og markaðssetningu svæðisins. Þau mál tengjast auðvitað mjög náið stofnun þjóðgarðsins hvað varðar almenna atvinnuuppbyggingu samfara stofnun þjóðgarðs. Undanfarin ár hefur verið mikill vöxtur í ferðaþjónustunni og við vonumst auðvitað til þess að hann aukist enn frekar með tilkomu þjóðgarðsins.
Í hádeginu funduðu þær með bæjarstjórn á Hótel Höfn. Á fundinum var farið yfir þau málefni sveitarfélagsins sem tengjast með beinum hætti umhverfisráðuneytinu. Að sjálfsögðu fór þó mestur tími í að ræða málefni þjóðgarðsins og bæjarstjórn kom á framfæri við ráðherra og formann yfirstjórnar óánægju sinni með þá niðurstöðu yfirstjórnarinnar að starf framkvæmdastjórans yrði ekki staðsett á Höfn. Um það mál urðu mjög hreinskiptnar og málefnalegar umræður. Einnig lagði bæjarstjórn mikla áherslu á það að settur yrði aukinn kraftur í viðræður við landeigendur sem hafa sýnt því áhuga að setja land inn í þjóðgarðinn. Töluverðrar óánægju hefur gætt meðal landeigenda vegna vinnubragða ráðuneytisins í þeim viðræðum. Á fundinum fengum við þær upplýsingar að frétta væri að vænta af þessum málum innan skamms og vonandi eru þær til þess fallnar að flýta fyrir lausn. Það á þó alveg eftir að koma í ljós. Eftir framgöngu ríkisstjórnarinnar í hinum svokölluðu þjóðlendumálum skal engan undra þótt landeigendur taki öllum tilboðum sem koma úr þeirri átt með ákveðnum fyrirvara.
Að loknum fundi með bæjarstjórn kynntu þær sér starfsemi Jöklasýningarinnar sem við vonumst til að falli inn í starfsemi þjóðgarðsins með tíð og tíma. Þar er sannarlega um að ræða veglegt framlag Austur - Skaftfellinga til þjóðgarðsins. Síðan funduðu þær með svæðisráði Suðursvæðis þjóðgarðsins og starfsfólki þjóðgarðsins á svæðinu. Þar voru rædd ýmis mál sem tengjast þjóðgarðinum með beinum hætti eins og t.d. gerð verndar - og öryggisáætlunar fyrir jökulinn og áhfrifasvæða hans.
Um kvöldið boðaði Samfylkingin á Hornafirði til opins stjórnamálafundar á Kaffi Horninu. Mæting á fundinn var góð og góðar umræður sköpuðust. Snörp gagnrýni á ákvörðun yfirstjórnarinnar vegna staðsetningar framkvmæmdastjóra yfirstjórnarinnar kom fram og mátti skilja það á fundarmönnum að þessi ákvörðun væri köld vatnsgusa framan í Austur - Skaftfellinga.
Þrátt fyrir að mestum tíma hafi verið varið til þess að ræða þessa ákvörðun yfirstjórnarinnar þá spunnust líka gagnlegar umræður um byggðamál almennt. Hjá fundarmönnum kom fram sú skoðun að eitt mikilvægasta skrefið í bættri byggðastefnu væri að leggja af hugsunina um kjarnabyggðir. Sú hugsun í byggðamálum hefur verið ríkjandi alltof lengi. Ég kom þeirri skoðun minni á framfæri að flokkur kenndur við jafnaðarstefnu gæri ekki og mætti ekki tileinka slíka hugsun og stefnu í byggðamálum í ríkisstjórnarsamstarfi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.