Leita í fréttum mbl.is

Hvernig geta Hanna Birna og Gísli Marteinn stutt Villa áfram?

Það er með hreinum ólíkindum eftir það sem á undan er gengið að Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson ætli að styðja Vlhjálm Þ. Vilhjálmsson í verða aftur borgarstjóri. Þau hafa í raun skrifað undir það að hann hafi brugðist trausti þeirra og borgarbúa.

En núna, í gegnum eitthvert ótrúlegasta valdrabrölt í íslenskri pólitík, ætla þau að klappa Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson aftur upp í borgarstjórastólinn með sérstakri aðstoð frá Ólafi F. Magnússyni, sem skv. síðustu mælingum, nýtur stuðnings 16 % borgarbúa.

Ég veit hreinlega ekki hvort er meira axarskaft:

Að gera það sem Hanna Birna og Gísli Marteinn skrifa upp á að Vilhjálmur hafi gert eða að klappa mann með slíka afrekaskrá aftur upp í borgarstjórastólinn.

Eins og staðan er í dag á Sjálfstæðisflokkurinn ekkert erindi í stjórn borgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þau harfa aldei stutt hann.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband