Leita í fréttum mbl.is

Jákvæðir bloggarar

Á síðasta bæjarstjórnarfundi var töluvert rætt um fréttaflutning í sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins taldi að fréttaflutningur af vettvangi sveitarstjórnarmálanna væri hlutdrægur. Virtitst bæjarfulltrúinn draga þá ályktun að bloggsíða bæjarstjóra hefði of mikil áhrif á fréttaflutninginn. Taldið bæjarfulltrúinn m.a. að skrif bæjarstjórans á hans eigin bloggsíðu væru of jákvæð.

Nú er ég einn af virkum lesendum síðunnar hans Hjalta og get tekið undir það með bæjarfulltrúanum að pistlarnir hans einkennast af jákvæðni og gleði þannig að manni er oft hlátur í huga. Ég er nú þannig gerður að ég tel þessa eiginleika í pistlum bæjarstjórans vera heldur til bóta en greinilegt er að þetta á ekki við alla.

Meira að segja misvitrir bæjarfulltrúar gera sér grein fyrir því að bloggsíða bæjarstjóra er á hans eigin ábyrgð þar sem hann leitast við að segja bæjarbúum og öðrum frá þvi helst sem er á döfinni í starfi hans og sveitarfélaginu hverju sinni. Fleiri hafa tekið upp þetta háttalag t.a.m. æðsti prestur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum og svo hefur einn tiltekinn ráðherra kenndur við dómsmál bloggað af miklum eldmóð í einhver ár.

Ef ritstjórnir annarra miðla kjósa að nýta sér skrif bæjarstjórans í sínum miðlum þá held ég að allir, og þar með taldir misvitrir bæjarfulltrúar, átti sig á því að ritstjórnirnar gera það á sína ábyrgð. Bæjarstjóri getur ekki stýrt því og hefur eftir minni bestu vitund ekki áhuga á því enda starf bæjarstjórans erilsamt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband