Leita í fréttum mbl.is

Stýrihópur Svandísar

Mér finnast niðurstöður stýrihóps Reykjavíkurborgar um Rei - málið um margt mjög merkilegar. Hins vegar fannst mér spyrillinn í Kastljósi í gær eyða helst til miklum tíma í að leggja fyrir Svandísi spurningar sem ekki komu þessari skýrslu á nokkurn hátt við. Það getur ekki verið í verkahring stýrihóps, sem skipaður er pólitískt kjörnum fulltrúum, að ákveða það hvort embættismenn hjá OR verði látnir sæta ábyrgð. Einnig getur svona hópur aldrei látið einstaklinga sæta pólitískri ábyrgð.

Ef fyrrverandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, telur að hann þurfi að endurskoða stöðu sína í ljósi þess hvað kemur fram í skýrslunni um umboðsleysi hans þá er það bara eðlilegt en stýrihópurinni getur aldrei farið fram á það. Sú endurskoðun verður fyrst og fremst að fara fram hjá honum og félögum hans í borgarstjórninni hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ég held að spyrillinn hefði átt að gera meira úr niðurstöðum stýrihópsins. Þegar ég les niðurtöðurnar finnst mér meginlínan vera sú að það þurfi að skerpa á því að Orkuveitan er opinbert fyrirtæki og á starfa á þeim grunni.  Bæta þurfi upplýsingastreymi til kjörinna fulltrúa, að skýra þurfi umboð annars vegar embættismannanna og kjörinna fulltrúa í stjórninni hins vegar og að eigendaaðhaldið verði virkara. Einnig er alveg ljóst að það er þverpólitísk sátt um það að Orkuveitan eigi að vera 100% í eigu opinberra aðila og það þykja mér mikilvæg tíðindi.  

Niðurstöðurnar eru um margt forvitnilegar og ég held að þær ættu að geta orðið mönnum vegvísir um bætt vinnubrögð til framtíðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband