1.2.2008 | 21:48
Skortur á heimilislæknum
Í Morgunblaðinu í gær var að finna ágætis frétt um þá stöðu sem upp er komin hjá heimilislæknum í landinu. Fyrirsjáanlegur er skortur á heimilslæknum og er vandamálið farið að koma fram á sumum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom hjá Elínborgu Bárðardóttur, formanni Félags heimilislækna, að á næstu 10 - 15 árum munu 75 heimilislæknar á landinu öllu hætta þegar þeir komast á eftirlaunaaldur. Einnig kom fram í máli hennar að um 25 læknar eru núna í sérnámi í heimilislækningum þannig að það er ljóst að endurnýjunin er ekki nógu mikil. Sá fjöldi lækna sem nú stundar nám í heimilislækningum mun hvergi nærri geta mannað allar þær stöður sem losna á næstu árum. Nú þegar er orðið alvarlegt ástand á ýmsum stöðum m.a. á höfuðborgarsvæðinu og í fréttinni kom fram álagið á starfandi heimilislækna er í mörgum tilvikum orðið gríðarlega mikið.
Í raun og veru eru þetta engar fréttir fyrir okkur sem störfum að heilbrigðismálum á Hornafirði og við erum þegar farin að finna fyrir þessu ástandi. Svona ástand kemur fyrst niður á þeim stöðum sem eru hvað mest einangraðir, þ.e. að langt er að sækja í aðra heilbrigðisþjónustu. Álag á lækna undir slíkum kringumstæðum er mjög mikið sem og ábyrgð.
Við höfum talað fyrir því að mikilvægt sé að taka upp umræðu um þessi mál með sérstakri áherslu á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, sbr. þessa grein sem birtist í Morgunblaðinu 17. desember.
Í dreifbýlinu eru helsugæslan og heimilislæknarnir undirstaða allrar heilbrigðisþjónustu. Notendur eiga ekki um neina aðra kosti að velja þurfi þeir að sækja sér læknisaðstoð. Þess vegna er heilsugæslan ein mikilvægasta grunnstoðin í samfélagi eins og okkar á Hornafirði.
Sveitarfélagið stefnir að því að halda málþing í næsta mánuði um heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Þar munu fulltrúar allra helstu fagstétta innan heilbrigðisgeirans, stjórnendur heilbrigðisstofnana taka þátt sem og kjörnir fulltrúar, bæði frá Alþingi og sveitastjórnum.
Vonir okkar standa til þess að málþingið verði vettvangur frjórra og opinskárra skoðanaskipta um þetta mikilvæga málefni sem geti orðið málefnalegt innlegg inn í hina eilífu umræðu um íslenska heilbrigðiskerfið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.