Leita í fréttum mbl.is

Bröltið í borginni borgarbúum og íhaldinu dýrt

Ljóst er að pólítísk endurreisn Vihjálms Þ. Vilhjálmssonar hefur verið dýru verði keypt. Ekki er nóg með að borgarbúar hafi þurft að punga út hundruðum milljóna fyrir Laugaveg 4 og 6 þá er ljóst að trúverðugleiki Sjálfstæðisflokksins hefur látið verulega á sjá ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag.  

Búið er að opna tékkhefti borgarbúa upp á gátt til þess eins að koma Vilhjálmi aftur í borgarstjórastólinn sem hann hrökklaðist svo sneypulega úr fyrir nokkrum mánuðum. Húseigendur við Laugaveginn hljóta að kætast og þeir gætu í ljósi síðustu atburða ákveðið að reyna á vilja nýs meirihluta í friðunarmálum. Borgarstjórnarmeirihlutinn er búinn að gefa tóninn með það hvað slík kaup mega kosta borgarbúa. Allt til þess að gamli góði Villi fái annað tækifæri sem borgarstjóri. Sexmenningarnir virðast tilbúnir að fórna öllum fyrri gildum og sannfæringu til þess eins að taka þátt í pólitískum björgunarleiðangri fyrir gamla góða Villa.

Það er vonandi að skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna landsvísu sé ábending um það að fólki sé misboðið vegna skefjalauss valdabrölts Sjálfstæðismanna í borginni. Mikilvægt er að því sé haldið á lofti, fram að næstu sveitarstjórnarkosningum, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur til valda í borginni og að sexmenningarnir svokölluðu tóku þátt í því af heilum hug. Þetta segi ég vegna þess að það má vera öllum ljóst að sexmenningarnir munu, minnugir þess hvernig Villi hélt þeim fyrir utan REI - málið, kosta öllu til svo Vilhjálmur komi hvergi nálægt borgarmálunum aftur. Þá má ekki gleyma því að þau lögðu blessun sína yfir þann hildarleik sem fram fór í ráðhúsinu í síðustu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi.

Ég sé að þú ert áræðnari en ég að því leyti að þú reynir að tjá þig um málið. Ég hef valið þann kost að gera það ekki. Framkoma þessa fólks er þannig að það er eiginlega ekki hægt að tala um hana af viti. Best að segja eins og kellingin af Ströndunum sem sagði þegar eitthvað gekk framaf henni: "aumingja vesalings fólkið"!

Guðmundur Rúnar (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Árni Rúnar Þorvaldsson

Kellingin af Ströndunum veit sínu viti.

Árni Rúnar Þorvaldsson , 31.1.2008 kl. 18:42

3 Smámynd: Kári Sölmundarson

Sæll sveitungi

Við Fálkar höfum nú ekki áhyggjur af þessu þó það sé tímabundinn mótbyr, okkar fólk hefur tæp þrjú ár til að sanna sig.  

Ég hef reyndar meiri áhyggjur af yfirlýsingagleði ráðherra Fylkingarinnar.  Nú ætlar Möllerinn að setja enn ein göngin fyrir norðan fram fyrir allt.  Sennilega kemur ekki ný fljótabrú fyrr en eftir Vaðlaheiðar og Norðfjarðargöng.  Síðan er þinn maður Björgin til í ALLT til að halda bönkunum á Íslandi, ætlar hann að bjóða á móti Quatar?

Kári Sölmundarson, 1.2.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband