30.1.2008 | 22:51
Störf án staðsetningar
Eitt af því sem ég fylgist sérstaklega með í ríkisstjórnarsamstarfi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks eru störf án staðsetningar. Þetta var eitt þeirra byggðamálefna sem Samfylkingin setti á oddinn í síðustu kosningum. Enda segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar undir millifyrirsögninnni, landið verði eitt búsetu - og atvinnusvæði:
"Skilgreind verði þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggðinni."
Það er sérstaklega markmiðið með stefnunni sem vekur áhuga minn en það er að stuðla að fjölgun starfa á landsbyggðinni. Starf framkvæmdastjóra yfirstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs er í mínum huga þess eðlis að starfsmaðurinn á að vera staðsettur í nærumhverfi þjóðgarðsins. Í Sveitarfélaginu Hornafirði höfum við lengið bundið vonir við það að starfsstöð yfirstjórnar eða höfuðstöðvar þjóðgarðsins verði staðsettar í sveitarfélaginu. Fyrir því barðist okkar fulltrúi í yfirstjórninni, Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri, með kjafti og klóm. Það urðu okkur því nokkur vonbrigði þegar okkar sjónarmið urðu undir í stjórninni.
Að auglýsa þetta starf án tillits til staðsetningar finnst mér þó að sumu leyti ganga gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um störf án staðsetningar. Það gæti hreinlega þýtt að starfsmaðurinn yrði staðsettur á höfuðborgarsvæðinu og miðað við stefnuyfirlýsinguna þá var það aldrei ætlunin. Við þekkjum það úr þjóðgarðinum í Skaftafelli hvernig það er að láta fjarstýra þjóðgarði úr 400 km. fjarlægð. Það gaf ekki nógu góða raun og þess vegna viljum við fyrir alla muni forðast að það verði raunin á nýjan leik.
Þetta eru að mínu mati málefnaleg rök sem ég trúi og vona að yfirstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs taki til athugunar þegar að ráðningu framkvæmdastjóra kemur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.