27.1.2008 | 22:03
Óhróður Morgunblaðsins - hrunadans Styrmis
Síðustu vikur Styrmis í ritstjórastjól Morgunblaðsins ætla að verða einn samfelldur hrunadans. Afrek samflokksmanna Styrmis í borginni í síðastliðinni viku eru með því ógeðfelldara sem maður hefur orðið vitni að. Þetta veit ritstjórinn og er þess vegna tilbúnari en oft áður til þess að ástunda smjörklípuhernaðinn (hans sérgrein) sem aldrei fyrr. Hverjum hafa þeir ákveðið að ráðast að? Jú, auðvitað Degi B. Eggertssyni, fyrrverandi borgarstjóra.
Ritstjóranum hefur auðvitað ekki líkað að Dagur B. Eggertsson er sá einstaklingur sem ber höfuð og herðar yfir aðra sem koma að þessum málum. Honum líkar ekki að Reykvíkingar hafa sagt með mjög skýrum hætti að Dagur B. Eggertsson verði áfram borgarstjóri. Þetta þolir Mogginn ekki. Auðvitað þarf það ekki að koma neinum á óvart. En það sem gerir þessar aðstæður verri en venjulega er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn á sjálfur í mikilli tilvistakreppu í Reykjavík og þeirra forystumaður, gamli góði Villi er algjörlega rúinn trausti sinna eigin flokkamanna. Þegar Sjálfstæðismenn eru í slíkum örvæntingardansi helgar tilgangurinn alltaf meðalið hjá Mogganum og Styrmi og öllum brögðum er beitt. Fréttum, svokölluðum fréttaskýringum og staksteinum er beint að Degi B. Eggertssyni og sögur beinlínis búnar til á ritstjórnarskrifstofunni til þess að gera Dag ótrúverðugan.
Það er vont að ekki er hægt að kjósa í Reykjavík í dag til að veita kjósendum tækifæri til þess að refsa Íhaldinu. Þess vegna er það mjög mikilvægt fyrir kjósendur í Reykjavík að muna það þegar gengið verður til kosninga næst og búið verður fleygja gamla góða Villa á pólitíska ruslahauga Reykjavíkurborgar, að Gísli Marteinn og Hanna Birna tóku fullan þátt í útsölu stefnumálanna og uppboði borgarstjórastjólsins.
Hitt þótti mér verra þegar Vilhjálmur sjálfur hæddist að núverandi borgarstjóra áður en hann tók við embætti og sagði að Ólafur F. væri jafn tilbúinn og hann sjálfur hefði verið fyrir einu og hálfu ári síðan til þess að taka við borgarstjórastólnum. Það fannst mér illa sagt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:08 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.