26.1.2008 | 21:52
Fundarsköp borgar - og bæjarstjórnar
Mótmælin á pöllum fundarsals ráðhúss Reykjavíkurborgar hafa orðið ýmsum spekúlöntum tilefni til umræðna um fundarsköp í bland við annað t.d. skrílslæti sem er auðvitað ofmælt. Þó er e.t.v. hægt að segja svona eftir á að mótmælin hafi farið aðeins úr böndunum. Það segi ég ekki vegna þess að ég hafi einhverja samúð með Ólafi F., Villa og co heldur vegna þess að svona uppákomur koma Sjálsfstæðismönnum alltaf í það sæti sem þeim líður best í, þ.e. fórnarlambssætinu. Að vera fórnarlamb er auðvitað eitthvað sem mér finnst Davíð, bankastjóri hafa gert að listgrein á sínum ferli sbr. þessa frétt. En umræðan um fundarsköpin í tengslum við mótmælin á pöllunum hefur haldið hugsun minni um nauðsyn þess að endurskoða samþykkt míns sveitarfélags um fundarsköp þess. En það er ekki vegna þess að ég óttast aðra eins uppákomu hér á Hornafirði og átti sér stað í Reykjavík á fimmtudaginn heldur hef ég talið tímabært að endurskoða þessi mál á almennum grunni.
Á bloggi sínu í gær minnist bæjarstjóri, Hjalti Þór Vignisson (nýskriðinn yfir þrítugt) á þetta mikilvæga mál sem ég hef velt töluvert fyrir mér undanfarna mánuði en það er samþykkt sveitarfélagsins um stjórn og fundarsköp. Ég held að það sé full ástæða fyrir okkur í sveitarstjórninni að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar. Það er orðið löngu tímabært.
Í þessu sambandi held ég líka, eins og bæjarstjóri tæpir á í sínum pistli, að mikilvægt sé líka að fara vel yfir verksvið nefnda sveitarfélagsins og nefndakerfið allt í heild sinni. Ég held að það verði að vera markmið endurskoðunarinnar að auka vald og vægi nefnda sveitarfélagsins. Með því væri stuðlað að aukinni valddreifingu innan hins pólitíska stjórnkerfis sveitarfélagsins. Í dag er málum þannig háttað að nánast öll mál sveitarfélagsins rata inn á borð bæjarráðs. Það er full ástæða til þess að kanna það hvort hægt er breyta þessu með einhverjum hætti þannig að nefndum sé heimil fullnaðarafgreiðsla mála til bæjarstjórnar.
Ég vonast til þess að geta átt góðar umræður um málið á næsta bæjarstjórnarfundi sem haldinn verður miðvikudaginn 6. febrúar. Ástæðan fyrir þessum afbrigðilega fundartíma bæjarstjórnar er sú að fimmtudaginn 7. febrúar fyrirhugar Vegagerðin að halda opinn borgarafund um frummatsskýrslu sína um nýtt vegstæði yfir Hornafjarðarfljót. Set inn pistil um það fljótlega.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.1.2008 kl. 12:29 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.