19.12.2007 | 16:38
Það er spurning hvort það myndist stemning
Mér fannst svolítið hjákátlegt að hlusta á Geir H. Haarde og Gísla Martein kallast á í fréttatímum í þessari viku. Geir segir ekki sé stemning fyrir því í þjóðfélaginu í dag að einkavæða Landsvirkjun en Gísli Marteinn svarar á móti að það sé vel mögulegt að með umræðunni þá komi sú stemning til með að myndast.
Það sem forsætisráðherrann var örugglega að meina var að í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi er alls enginn pólitískur vilji fyrir því að einkavæða Landsvirkjun og því tómt mál að tala um. Þvert á móti er unnið að því hörðum höndum í iðnaðarráðuneytinu þessa dagana að sníða löggjöfina um orkuauðlindirnar að almannahagsmunum. Þannig að það verði tryggt að auðlindirnar sjálfar verði alltaf í almannaeigu. Þetta hlýtur að verða eitt af forgangsverkefnum jafnaðarmanna í ríkisstjórn að þessar stórkostlegu auðlindir verði um ókomna tíð í almannaeigu. Það yrði stórkostlegt áfall fyrir okkur jafnaðarmenn ef ekki tækist að hrinda þessum áformum í framkvæmd á kjörtímabilinu. Miðað við köll Gísla Marteins að forsætisráðherranum er ljóst að Samfylkingin verður að standa almannavaktina í stjórnarráðinu eins og venjulega þar sem einkavæðing Landsvirkjunar á sér greinilega mikinn hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins.
Þannig að það er vonandi að stemningsleysið verði áfram allsráðandi í Valhöll í þessum málum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.