Leita í fréttum mbl.is

Höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs

Ég sé það á bloggi bæjarstjórans að hann fjallar um bókun bæjarráðs um staðsetningu yfirstjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs. Bæjarráð tók af skarið um það á fundi sínum í gær um að höfuðstöðvar þjóðgarðsins eigi að vera staðsettar í sveitarélaginu, í ríki Vatnajökuls. Í bókuninni segir meðal annars:

Helsti rökstuðningur bæjarráðs Hornafjarðar fyrir því að staðsetja framkvæmdastjóra þjóðgarðsins í Sveitarfélaginu Hornafirði er að:
- Hornfirðingar líta til Vatnajökulsþjóðgarðs sem einn helsta aflvaka í byggðaþróun í héraðinu.
- Allar aðstæður fyrir framkvæmdastjóra yfirstjórnar eru til staðar á Hornafirði. Samgöngur til og frá svæðinu eru greiðar. Yfirstjórnin yrði hluti af þeirri starfsemi sem byggst hefur upp í Nýheimum.
- Starfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Hornafirði er mikilvæg viðbót við þá grósku sem er í rannsóknum og atvinnuþróun í tengslum við ferðaþjónustu, útivist og þjóðgarða á svæðinu.
- Með samstarfi Háskólasetursins í Nýheimum og Vatnajökulsþjóðgarðs yrði markvisst sótt fram í að efla fræðslutengda ferðaþjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði, efla umhverfisvitund, vinna að samanburðarrannsóknum á þjóðgörðum víðsvegar að í heiminum og byggja upp þekkingargrunn fyrir atvinnustarfsemi sem þrífst innan þjóðgarða víða um heim.
- Ferðaþjónusta sunnan Vatnajökuls hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Stofnun þjóðgarðsins í Skaftafelli, uppbygging á aðstöðu og bætt aðgengi að svæðinu er einn af hornsteinum þessarar þróunar. Á svæðinu er því til staðar mikil þekking á uppbyggingu atvinnulífs í tengslum við þjóðgarða.
- Mörg þróunarverkefni í Ríki Vatnajökuls koma til með að styrkja þjóðgarðinn og öfugt. Hægt er að nefna að nú er unnið að gerð göngustíga í Haukafelli á vegum Skógræktar Austur-Skaftafellssýslu, á Heinabergssvæðinu á vegum ferðaþjónustuaðila á Mýrum og Suðursveit, uppbygging vetrarferðamennsku og fuglaskoðun. Stór hluti af samfélaginu á Hornafirði er því vel meðvitaður um gildi þjóðgarðs og mikilvægi hans fyrir þróun byggðar, ferðaþjónustu og útivistar á landinu öllu.

Af þessari upptalningu má sjá að ýmis rök hníga að því að höfuðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs verði staðsettar á Hornafirði. Hornfirðingar hafa alla tíð búið í nánu sambýli við Vatnajökul og jökullinn hefur í gegnum aldirnar haft mikil áhrif á búsetuskilyrði íbúanna.

Löngu áður en horft var til stofnunar Vatnjökulsþjóðgarðs voru íbúar hér farnir að líta til jökulsins sem eins helst aflvakans í byggðaþróun svæðisins. Nægir þar að nefna metnaðarfulla Jöklasýniningu á Höfn sem nýtur gríðarlegra vinsælda hjá ferðamönnum og hefur hlotið fádæma góðar viðtökur. Sveitarfélagið og íbúar þess hafa með þessum hætti sýnt gríðarlegan metnað í uppbyggingu ferðaþjónustu þar sem Vatnajökull er miðdepillinn. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs er því rökrétt framhald af þeirri vinnu sem sveitarfélagið hefur verið í á undanförnum árum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband