Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægt að kanna meint verðsamráð

Verðsamráð er ljótur glæpur gagnvart almenningi. Ég tala nú ekki um þegar menn eiga með sér verðsamráð um um nauðsynjavörur eins og matvöru. Það er alvarlegur glæpur gangvart neytendum ef þær ásakanir sem fram hafa komið á undanförnum dögum eiga við rök að styðjast.

En þessar ásakanir eru mjög alvarlegar og þess vegna ber stjórnvöldum sem eiga að gæta almannahagsmuna að kanna þær til hlítar. Það hlýtur að vera skylda samkeppniseftirlitsins að gera það. Auðvitað er það óþolandi, ef þessar ásakanir eru á rökum reistar, að viðskiptablokkirnar séu að spila með almenning í skjóli þess að samkeppniseftirlitið á Íslandi er vanbúið til þess að taka á þessum málum.

Viðskiptaráðherra hefur sagt að nú sé tími til kominn að koma neytendum úr aftursætinu í framsætið á Íslandi. Því er ég hjartanlega sammála og ráðherrann hefur sett fram raunhæfar tillögur sem miða að því að bæta stöðu neytenda.

Meint verðsamráð matvöruverslana er mikilvægt að uppræta ef það á að takast að koma neytendum á Íslandi í framsætið eins og talað hefur verið um. Til þess að það geti gerst þarf samkeppniseftirlitið að virka sem skyldi og þá er nauðsynlegt að það verði stóreflt sem fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband