Leita í fréttum mbl.is

Flottur dagur

Má til með óska flokksbróður mínum, Degi B. Eggertssyni, til hamingju með það að vera orðinn borgarstjóri eftir alveg hreint ótrúlega atburðarás síðustu daga.

Það er búið að vera hreint guðdómlegt að fylgjast með afglöpum Íhaldsins í borginni í kjölfar REI - málsins. Innanbúðarátök, umboðslaus oddviti, leynifundir með formanni og varaformanni og minnisleysi af verstu sort hafa hrjáð liðið undanfarna daga.

Makalaust hefur verið að fylgjast með liðinu úthúða Binga núna í ljósi þess að þau sáu ekki sólina fyrir honum eftir sveitarstjórnarkosningar fyrir um 15 mánuðum. Eru meira að segja farin að nota það gegn honum hversu mikil völd hann hafði í samstarfinu miðað við fylgi. Hverjir sáu til þess að það gæti gerst? Ekki gat Bingi komið þessu svona fyrir einn síns liðs. Nei, það þurfti Íhaldið til þess að gera hann svona valdamikinn þrátt fyrir atkvæðaleysið. Þýðir lítið að nota það gegn honum núna.

Með ótrúlegu klúðri á klúðri ofan hafa Sjálfstæðismenn glutrað völdunum í borginni. Nú standa spjótin öll á Vilhjálmi, fyrrverandi borgarstjóra og ekki síður á sexmenningunum sem fóru svo rækilega á bakvið hann að ekki var nokkur leið til þess að hugsa sér að borgarstjórinn myndi eiga sjö dagana sæla eftir slíkar aðfarir. Ég held að Bingi hafi metið þetta hárrétt. Það var ekkert annað að gera í stöðunni. Þessu liði er ekki treystandi.

En sem betur fer var ánægjulegur endir á þessu öllu saman þegar Dagur tók við lyklavöldunum í dag af Vilhjálmi. Ég er sannfærður um það að Dagur á eftir að reynast farsæll borgarstjóri fyrir Reykjavík.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband