Leita í fréttum mbl.is

Áhrif kvótaskerðingar að koma fram

Í viðtalið við svæðisútvarpið á Austurlandi lýsti Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Hornafirði yfir áhyggjum af stöðu stöðu þeirra sjómanna, sem sagt hefur verið upp störfum hjá Skinney - Þinganes og fjölskyldum þeirra. Ég tek heilshugar undir þessar áhyggjur Hjalta en það var alltaf áhyggjuefni að eitthvað í líkingu við þetta myndi gerast í kjölfar ákvörðunar sjávarútvegsráðherra um niðurskurð á þorskkvóta næsta fiskveiðiárs. Það virðist núna vera að koma á daginn.

Við höfðum alltaf miklar áhyggjur af því að í mótvægisaðgerðir ríkisstjórnarinnar myndu ekki skila sér nægjanlega til sjómanna og fiskverkafólks. Þegar svona gerist hugsar maður fyrst og fremst til þeirra einstaklinga sem sagt er upp störfum og vonar að úr þeirra málum rætist sem fyrst.

En ég tek undir með Hjalta þegar hann segir að nú séu áhrif kvótaskerðingarinnar að koma fram hér á Hornafirði því það var alla tíð ljóst að þessi aflasamdráttur myndi hafa mikil áhrif á atvinnulíf Hornafirðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband