Leita í fréttum mbl.is

Ekki ríkisstjórn kyrrstöðu

Þingið var sett í dag. Þó fyrr hefði verið gæti e.t.v. einhver sagt. Ég á ekki von því að þetta verði mikill átakvetur ef hægt er miða má við frammstöðu stjórnarandstöðunnar. VG á erftitt með að fóta sig eftir hvern afleik formannsins á fætur öðrum eftir kosningarnar í vor og Framsókn virðist alls ekki búin að jafna sig eftir afhroðið í vor. Hugmyndir þessara tveggja flokka um að vera samstíga í stjórnarandstöðunni á þingi eru ekki beint trúverðugar miðað við þann djúpa ágreining sem ríkir á milli flokkanna tveggja. Sá ágreiningur og trúnaðarbrestur kom berlega í ljós eftir kosningarnar í vor.

Ég er sammála forsætisráðherra þegar hann segir að ríkisstjórnin, sem mynduð var í vor, verður ekki ríkisstjórn kyrrstöðu. Hún mun leitast við að koma málum á dagskrá og á hreyfingu. Við sjáum þess nú þega merki í sambandi við umræðu um Evrópusambands - og gjaldmiðilsmál. Nú loksins er fólk úr Sjálfstæðisflokknum farið að ræða þessi mál opinskátt. Einnig hefur núna skapast þannig andrúmsloft að þingmenn stjórnarflokkanna ræða óhikað ágreining sín á milli. Einnig virðist það vera orðið nokkuð ríkjandi skoðun hjá stjórnarflokkunum að peningamálastefna Seðlabankans virkar ekki nógu vel og bitnar helst á þeim sem síst skyldi, þ.e. almenningi og minni fyrirtækjum sem ekki hafa aðgang að erlendu fjármagni.

Miðað við þessi fyrstu spor sem ég hef hér lýst þá er ég nokkuð vongóður um að þetta verði ekki ríkisstjórn kyrrstöðu eins og forsætisráðherra segir.

Því er hins vegar ekki að leyna að hennar bíða mörg mjög krefjandi og erfið verkefni. Nægir þar að nefna málamiðlanir í umhverfis - og auðlindamálum. Það er málaflokkur sem eflaust á eftir að reynast þessari ríkisstjórn erfiður en ég hef fulla trú á því að undir forystur Þórunnar og Össurar takist ríkisstjórninni það.

Hennar bíða líka gríðarlega erfið og krefjandi verkefni á sviði efnahagsmála. Það hlýtur að verða eitt af höfuðmarkmiðum þessarar ríkisstjórnar að koma á stöðugleika í efnahagsmálum þjóðarinnar, þ.e. að koma böndum á þensluna og verðbólguna. Eins og staðan er í dag ganga þessi verkefni alls ekki nógu vel hjá Seðlabankanum og okurvaxtapíndur íslenskur almenningur á heimtingu á því að frjálslynd umbótastjórn beiti sér af krafti í þessum málum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband