Leita í fréttum mbl.is

Starfslokasamningur við Davíð?

Miðað við hversu margir félagar í Sjálfstæðisflokknum eru að snúast á sveif með Samfylkingunni í umræðunni um peningamálstefnu Seðlabankans þá kæmi manni ekki á óvart þó fljótlega þyrfti að ganga til samninga við Davíð Oddsson um starfslok. 

Mér finnst full ástæða til þess að samningaleiðin sé farin þar sem Davíð hefur verið ósérhlífinn í störfum sínum fyrir íslenskan almenning.

Að öllu gríni slepptu þá virðist fokið í flest skjól fyrir Davíð kallinn. Meira að segja fyrrverandi aðstoðarmaður hans, Illugi Gunnarsson, er farinn að hafa efasemdir um stefnu fyrrverandi vinnuveitanda síns.

Það er loksins núna sem Sjálfstæðismenn eru farnir að taka undir þann málflutning sem Einar Oddur Kristjánsson heitinn viðhafði alla tíð um stefnu Seðlabankans. 

Það er mín von að þessi opinskáa umræða um vaxtastefnu bankans og tilgangsleysi hennar leiði til þess að menn fari fordómalaust að skoða og velta fyrir sér kostum þess að taka hér upp Evru.

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra er aldeilis búinn að koma þeim málum á dagskrá að undanförnu. Ýmsum finnst hann hafa gengið fullharkalega fram í þeim málum. Það get ég ekki tekið undir. Björgvin hefur alla tíð talað fyrir upptöku Evru og inngöngu í ESB. Varla hafa menn búist við því að þær skoðanir hans hyrfu við það að verða ráðherra.

Kannski er það veruleiki sem stjórnmálamenn í öðrum flokkum lifa við, þ.e. að þurfa að skipta um skoðanir verði þeir ráðherrar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Geðvistunarmálin eru í ólestri í þessu glansþjóðfélagi og svo þarf fólk að skilja að gervigráður úr háskóla og málamyndapungapróf í lögfræði jafngildir ekki endilega menntun. Þú getur verið ofurtrúgjarn hálfviti eftir sem áður. Ef þú hefur rekkord fyrir að láta síkópatíska raðlygara ítrekað ljúga  þig fullan er eitthvað stórt að. Annað hvort ertu sem sagt bjálfi án hugsunar eða þú ert á sama siðferðisstigi og raðlygararnir. Það er víst engin leið að komast framhjá þessu. Það eru orsakir og síðan eru afleiðingar sem alkunna ætti að vera.

Baldur Fjölnisson, 28.9.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Skyldum við losna við verðtrygginguna ef við tökum upp evru? Þá væri dæmið skoðandi.

Þórbergur Torfason, 28.9.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband