28.9.2007 | 17:22
Ríkisstjórnarsamstarfið
Heilt yfir finnst mér ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks fara vel af stað. Þó menn greini á um einstaka atriðið þá virðist andrúmsloftið vera þannig að mönnum leyfist að takast á með málefnalegum hætti. Það var plagsiður í síðustu ríkisstjórn að forðast alla málefnalega umræðu eins og heitan eldinn. Skoðanaskipti af því tagi sem nú virðast vera leyfileg á milli ríkisstjórnaflokkana eru lífsnauðsynleg fyrir lýðræðið.
Úr því að Vinstri Græn spiluðu svona illa úr sínum spilum að loknum kosningum í vor var ekki um neitt annað að ræða fyrir Samfylkinguna en að stíga dansinn með Sjálfstæðisflokknum þegar tækifærið gafst.
En um leið við gerðum það var nauðsynlegt að halda því til að haga að þó við förum í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum þá verðum við ekki útibú úr Sjálfstæðisflokknum í samstarfinu. Við erum jafnaðarmannaflokkur Íslands og þess verða að sjást skýr merki í okkar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.
Stoðunum var kippt undan tilveru Framsóknarflokksins vegna þess að fólk hætti að gera greinarmun á Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum í síðustu ríkisstjórn.
Samstarfið við Íhaldið gekk frá Framsóknarflokknum en Framsóknarfólk getur engu nema sjálfu sér um kennt. Flokkurinn hætti að skilgreina sig frá samstarfsflokknum og fólk fór að líta á flokkana sem einn. Það var banabiti Framsóknar í síðustu kosningum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.