Leita í fréttum mbl.is

Þjóðgarðurinn í Skaftafelli 40 ára í dag

Í dag er boðið upp á glæsilega dagskrá í Skaftafelli í tilefni af 40 ára afmæli þjóðgarðsins í Skaftafelli. Sannarlega merkilegur áfangi og þjóðgarðurinn í Skaftafelli er í mínum huga einn merkasti hornsteinninn í sögu íslenskrar náttúruverndar.

Þessi áfangi í Skaftafelli leiðir líka hugann að stofnun stærsta þjóðgarðs Evrópu, Vatnajökulsþjóðgarðs sem ráðgert er að verði formlega stofnaður snemma á næsta ári. Í mínum huga leikur enginn vafi á því að rætur væntanlegs Vatnajökulsþjóðgarðs liggja í Öræfum nánar tiltekið í Skaftafelli.

Af þeim sökum finnst mér gríðarlega mikilvægt að áfram verði hlúð að Skaftafelli og þjónustumiðstöðinni þar enda tel ég fullvíst að Skaftafell mun leika eitt mikilvægasta hlutverkið í hinum nýja þjóðgarði. Þar er reynslan og þekkingin á þjóðgarðsmálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband