7.9.2007 | 23:44
Sveitarfélögin sjái um nærþjónustu
Ríkisendurskoðun birti í dag úttekt sína framkvæmd þjónustusamnings sem verið hefur við lýði á milli Heilbrigðis - og tryggingamálaráðuneytisins og Sveitarfélagsins Hornafjarðar um rekstur heilbrigðis - og öldrunarþjónustu í sveitarfélaginu. Birtar hafa verið fréttir um málið á öllum helstu vefmiðlum landsins.
Ekki það að mér finnist það ekki sjálfsagt að vefmiðlarnir birti tilkynningu Ríkisendurskoðunar á sínum miðlum þá hefði mér þótt það meiri fréttamennska af þeirra hálfu ef þeir hefðu leitað eftir viðbrögðum frá okkur sem stýrum sveitarfélaginu og úr ráðuneytinu. Þá hefði fréttaflutningurinn sagt fréttaþyrstum lesendum vefmiðlanna meira en þurr fréttatilkynning Ríkisendurskoðunar.
Í byrjun árs fól bæjarráð Hornafjarðar bæjarstjóranum, Hjalta Þór Vignissyni að leita eftir því við Ríkisendurskoðun að hún framkvæmdi stjórnsýsluúttekt á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands í tengslum við þjónustusamninginn sem rann út um síðustu áramót. Ríkisenduskoðun féllst á beiðnina. Ástæðan fyrir því að við vildum fara þess leið var sú að við vildum sjá það frá hlutlausum aðila hvað hefði tekist vel á samningstímanum og hvar við þyrftum að bæta okkur í framkvæmd næsta samnings. Skýrsla Ríkisendurskoðunar er mikilvægt tæki fyrir okkur sem komum til með að stýra þessari stofnun næstu árin á grundvelli þjónustusamnings því hún skerpir fyrir okkur áherslur í starfinu sem við þurfum að hlúa betur að. Einnig er hún mikilvægt hjálpartæki fyrir okkur og ráðuneytið á þessari stundu til þess að setjast niður og klára þann samnning sem núna liggur fyrir þar sem farið er sérstaklega yfir þau atriði sem Ríkisendurskoðun telur að þurfi að taka sérstaklega á í nýjum samningi.
Við trúum því líka að skýrslan sem nú hefur litið dagsins ljós sé ágætt innlegg inn í umræðuna um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Hún sýnir fram á það að þjónustusamningar eru ekki gallalaust fyrirbrigði í samskiptum ríkis og sveitarfélaga. En á meðan þessi málaflokkur hefur ekki verið fluttur í heild yfir til sveitarfélaganna þá er það okkar skoðun að þjónustusamningur sé næst besti kosturinn.
Marg jákvætt kemur fram í skýrslunni um rekstur sveitarfélagsins á Heilbrigðisstofnuninni. Því er t.d. veitt sérstök eftirtekt að heimilisþjónusta, heimahjúkrun og heilsuvernd aldraðra hefur verið stórefld á samningstímanum. Í raun má segja að öll þjónusta sem veitt er utan stofnana hafi stóreflst á samningstímanum. Því er elst hægt að þakka markvissu og metnaðarfullu starfi starfsmanna Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands. Þessi stefna og árangur heilbrigðisstofnunarinnar er í góðu samræmi við stefnu heilbrigðisyfirvalda í landinu sem hafa markað þá skýru stefnu að gera eigi öldruðum kleift að búa sem lengst í eigin húsnæði. Árangur okkar á Hornafirði í þessum málum er þannig að á 10 árum hefur hjúkrunarrýmum fækkað úr 32 í 26 og dvalarrýmum hefur fækkað úr 14 í 7.
Þetta hefði, að okkar mati, aldrei verið mögulegt nema vegna þess að stjórn sveitarfélagsins á málaflokknum hefur verið öflug þó auðvitað séu alltaf einhverjir hlutir eins og þeir sem Ríkisendurskoðun nefnir sem mættu betur fara. En á heildina litið teljum við að þetta fyrirkomulag hafi heppnast nokkuð vel. Það er líka okkar staðfasta trú og skoðun að nærþjónustan sem hér um ræðir sé betur komin hjá sveitarfélögunum en hjá ríkinu.
Ég læt þetta duga í bili um þetta mál. Enn er þó margt ósagt sem ég mun ræða frekar á næstu dögum þegar ég er búinn að kynna mér niðurstöðu Ríkisendurskoðunar betur.
Hér er hægt að hlusta viðtal við Hjalta Þór Vignisson, bæjarstjóra sem flutt var í svæðisútvarpi Austurlands í dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.9.2007 kl. 00:15 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Fólk
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.