6.9.2007 | 22:10
Ríkisstjórnarsamstarfið og fjölmiðlar
Einkennileg finnst mér umræðan í fjölmiðlum um ríkisstjórnarsamstarfið. Um leið og viðskiptaráðherrann sinnir skyldum sínum og veltir upp löngu tímabærum hugleiðingum um stöðu krónunnar þá hlaupa fjölmiðlamenn upp til handa og fóta og spyrja forsætisráðherrann hvort þetta sé ekki erfitt fyrir ríkisstjórnarsamstarfið.
Ég spyr, hverju áttu menn eiginlega von á þegar Björgvin G. Sigurðsson varð viðskiptaráðherra? Áttu menn von á því að hann yrði andsnúinn því að við ræddum það alvarlega að sækja um aðild að Evrópubandalaginu og þar með að fá inngöngu í myntbandalag Evrópu. Sjálfstæðismenn vita alveg hver stefna Samfylkingarinnar er í Evrópumáum og því ætti þessi umræða ekki að koma neinum á óvart. Þvert á móti kæmi það manni frekar á óvart ef viðskiptaráðherrann myndi ekki hreyfa við þessum málum.
Síðan var auðvitað sprenghlægilegt að fylgjast með viðbrögðum hæstráðandans í Seðlabankanum við þessari umræðu. Ætli hann fái launahækkun fyrir hvert skipti sem hann ber höfðinu í steininn.
Svo eru fjölmiðlamenn afskaplega áhyggjufullir yfir ríkisstjórnarsamstarfinu þegar utanríkisráðherra kalla eina friðargæsluliðann í Írak á vegum Íslands heim. Áttu þeir virkilega von á því að ráðherra sem mótmælt hefur mjög harðlega stríðrekstrinum í Írak og stuðningi Íslands við hann myndi vilja auka eða viðhalda stuðningnum við stríðreksturinn. Við skulum vera alveg heiðarlega gagnvart sjálfum okkur og viðurkenna það að nú á sér stað afskaplega lítil uppbygging í Írak. Stríðsreksturinn er ennþá í fullum gangi. Fyrrverandi utanríkisráðherra ætti frekar að horfa til þess að fregnir herma nú að Bandaríkjastjórn hyggi á árás á nágrannraríki Íraks, Íran. Það er ljótt til þess að hugsa að ein af afleiðingum stríðsrekstursins í Íraks verði sú að líka verði ráðist á Íran. Vonandi tekst skynsemishugsandi jafnaðarmannasamfélögum að afstýra slíkri skelfingu.
Annað sem veldur fjölmiðlamönnum miklum áhyggjum eru afskipti iðnaðarráðherra af Vatnlögunum. Lagasetning sem var honum alls ekki að skapi. Nú eru þessi mál á hans könnu og þá finnst mönnum undarlegt að hann ætli að taka lögin til endurskoðunar.
Það er eins og fjölmiðlar trúi því að það sé óumbreytanleg staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn sé í ríkisstjórn og það sé ávallt hlutverk samstarfsflokksins að laga sig að stefnu Sjálfstæðisflokksins þannig að stjórnarsamstarfið geti gengið snuðrulaust fyrir sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Fólk
- Friends-leikari nældi sér læknanema
- Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala
- Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum
- Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.