Leita í fréttum mbl.is

Nýr vegur yfir Hornafjarðarfljót

Undanfarna daga og vikur hefur farið fram töluverð umræða um fyrirhugaða veglagningu yfir Hornafjarðarfljót. Um er að ræða gríðarlega samgöngubót á Suðausturhorni landsins. Hringvegurinn kemur til með styttast um 10 - 12 km. allt eftir því hvaða leið verður fyrir valinu af þeim þremur sem liggja til grundvallar í í framkvæmdamati Vegagerðarinnar.

Stytting hringvegarins er þó ekki eina hagsmunamálið sem skiptir máli þegar fjallað er um veglagninguna. Það skiptir okkur sem búum í þessu stóra sveitarfélagi gríðarlega miklu máli að stytta vegalengdir innan sveitarfélagsins. Samgöngubætur og stytting vegalengda eru mikið hagsmunamál fyrir sveitarfélög á landsbyggðinn og þessi framkvæmd mun án nokkurs vafa skila miklu fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð.

Eflaust gera ekki sér ekki allir grein fyrir því að eftir að sameining sveitarfélaga í Austur - Skaftafellssýslu átti sér stað fyrir nokkrum árum þá nær Sveitarfélagið Hornafjörður frá miðjum Skeiðarársandi í vestri til Hvalnesskriða í austri. Tæp 20% þjóðvegarins eru innan okkar sveitarfélags. Eins og gefur að skilja þá er stytting vegalengda í svo víðfeðmu sveitarfélagi stórkostlegt hagsmunamál enda hafa Hornfirðingar lengi barist fyrir þessari framkvæmd.

Það er von okkar að framkvæmdin komi til með að færa dreifbýlið í vestari hluta sveitarfélagsisn nær þéttbýlinu á Höfn þannig að styttra verði í alla þjónustu fyrir þá íbúa sveitarfélagsins sem þar búa. En það er líka von okkar að þessi framkvæmd færi þéttbýlið á Höfn nær dreifbýlinu því eins og allir vita þá hefur á síðustu árum átt sér stað sprenging í uppbyggingu ferðamannaiðnaðarins í dreifbýlinu. Fólk úr þéttbýlinu þarf því í auknum mæli að sækja atvinnu í dreifbýlið og þá sérstaklega yfir sumartímann. Við vonum að framkvæmdin stækki okkar atvinnu - og þjónustusvæði.

Auðvitað eru ekki allir á eitt sáttir við fyrirhugaðar framkvæmdir og sitt sýnist hverjum. En hafa ber í huga að hér er um það miklar framkvæmdir að ræða að ómögulegt væri að ætlast til þess að allir væru á eitt sáttir. Algjör einhugur hefur hins vegar verið um málið innan bæjarstjórnar frá upphafi. Hún vill að sú leið sem styttir þjóveginn og vegalengdir innan sveitarfélagsins mest, þ.e. leið 3 eins og hún er kölluð, verði fyrir valinu. Ef hins vegar framkvæmdamat Vegagerðarinnar verður á þann veg að Vegagerðin leggur til aðra leið en sveitarstjórn kýs þá er ljóst að við sem stýrum sveitarfélaginu verðum að fara vandlega yfir okkar afstöðu og meta málið upp á nýtt.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ekki má gleyma öryggisþættinum við breytingu vegstæðis. Ger af púpeningi sem vonandi hverfur að mestu leyti og vegamót sem væntanlega verða mun færri auka umferðaröryggi mjög mikið. það er óumdeilanlega hagur ALLRA.

Þórbergur Torfason, 25.8.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband