26.7.2007 | 20:17
Styttist í unglingalandsmót
Ég fór og heimsótti stjórnstöð unglingalandsmótsnefndarinnar í Heppuskóla í dag. Þar voru allir á fullu að undirbúa mótið og greinilegt að þar á bæ ætla menn sér stóra hluti um verslunarmannahelgina. Fólk var greinilega staðráðið í því að láta hlutina ganga vel upp á mótinu og lætur ekki erfiðleika í einstaka málum stöðva sig. Gríðarleg vinna liggur að baki móti eins og þessu og væri aldrei mögulegt ef ekki væri fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf sjálfboðaliða.
Gaman er að sjá hvað unglingarnir í bæjarvinnunni hafa tekið vel til hendinni í kringum íþróttasvæðið. Þar er allt að verða snyrtilegt og fallegt eftir framkvæmdir undanfarinna mánuða. Búið er að þökuleggja allt sem þarf að þökuleggja og nú berjast menn bara við að koma vætu í nýlagt grasið.
Nú þegar hafa tæplega hundrað manns boðið sig fram til þess að starfa sem sjálfboðaliðar á mótinu og sýnir það vel að mínu mati metnað Hornfirðinga í verki. Þeir ætla sér greinilega að hjálpa til við að halda stórglæsilegt unglingalandsmót sem allir geta verið stoltir af.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Athugasemdir
Gangi ykkur vel með þetta spennandi mót .
Jónína Rós Guðmundsdóttir, 30.7.2007 kl. 07:37
Kærar þakkir fyrir það.
Árni Rúnar Þorvaldsson , 30.7.2007 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.