26.7.2007 | 13:38
Samgöngumál
Að undanförnu hafa farið fram heilmiklar umræður um samgöngumál Vestmannaeyinga. Búið er að framkvæma athugun á kostnaði við gerð slíkra gangna. Bæjarstjórinn í Eyjum hefur látið hafa eftir sér að það hefðu verið vonbrigði að gert væri ráð fyrir svo miklum kostnaði sem raun ber vitni. Óhætt er að fullyrða það að þessi mikli kostnaður verður ekki til þess fallinn að auka stuðninginn við hugmyndina um jarðgöng til Eyja.
Við getum þó ekki gleymt því að Vestmannaeyingar hafa búið við slæma þjónustu undanfarin ár hvað samgöngumál varðar. Til þess að samfélag geti þróast og dafnað er fátt mikilvægara en öflugar samgöngur.
Mér sýnist á málflutningi Eyjamanna að bregðast verði við vandanum strax með því að fjölga ferðum Herjólfs og síðan að finna framtíðarlausn á samgöngumálunum. Mikilvægt er að það verði gert sem fyrst þannig að Vestmannaeyingar þurfi ekki að búa við óvissu í þessum málum lengur.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum virðist þó alls ekki af baki dottinn þrátt fyrir skýrslu verkfræðistofunnar um kostnaðinn og telur að uppbyggingu Bakkafjöruhafnar kunni einungis að vera biðleikur þangað til jarðgöng verða að veruleika.
Mín skoðun er sú að það væri skynsamlegra fyrir Vestmannaeyinga að einbeita sér núna að því að hraða rannsóknum og uppbyggingu í Bakkafjöru. Það er einfaldlega mitt mat að jarðgangngerð á milli lands og Eyja sé ekki raunhæfur kostur miðað við fyrirliggjandi gögn auk þess sem erfittt verður að skapa sátt um svo dýra framkvæmd.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.