Leita í fréttum mbl.is

Allt að verða klárt fyrir unglingalandsmót

Eins og sjá má af myndinni hér til hliðar ganga framkvæmdir á Sindravöllum vel. Búið er að leggja tartanefnið á hlaupabrautirnar og einungis er lokafrágangur eftir, þ.e. að snyrta og snurfusa í kringum völlinn. Óhætt er að segja að völlurinn líti afar vel út og frjálsíþróttafólk á Hornafirði er eflaust farið að iða í skinninu yfir því að fá loksins tækifæri til þess að æfa og keppa við þessar glæsilegu aðstæður. vallarframkvæmdir 001

Því má heldur ekki gleyma að nýtt gras var lagt á knattspyrnuvöllinn sem knattspyrnufólk er farið að bíða eftir að komast á. Ekki er þó víst að leikmenn Sindra fái tækifæri til þess að spreyta sig á nýja vellinum í sumar. Völlurinn er einungis fjarskafallegur enn sem komið og þarf lengri tíma til þess að verða að fullu tilbúinn til notkunar.

Íþróttafólki á aldrinum 11 - 18 ára ætti því ekki að vera nokkuð að vanbúnaði til þess að skella sér á unglingalandsmót á Hornafirði um verslunarmannahelgina. Engum blöðum er um það að fletta að mótið verður fjölbreytt og glæsilegt. Margar íþróttagreinar verða í boði sem og afþreying fyrir keppendur og gesti mótsins. Unglingalandsmót UMFÍ eru fyrir löngu búin að sanna gildi sitt sem heilbrigt mótvægi við aðrar útihátíðar þessarar helgar. Þau eru kærkomin vettvangur fyrir fjölskyldur til þess að eyða helginni saman á meðan unglingarnir í fjölskyldunni spreyta sig í hinum ýmsu íþróttagreinum. Ég vil því nota tækifærið og hvetja sem flesta til þess að skella sér á unglingalandsmót á Hornafirði um verslunarmannahelgina og skemmta sér þar með heimamönnum á vímuefna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband