18.6.2007 | 12:35
Þjónustukönnun Capacent
Það er orðið langt síðan ég bloggaði síðast. Sennilega er maður ennþá að jafna sig eftir atið fyrir og eftir kosningarnar. Ég er mjög ánægður með það hvernig ný ríkisstjórn hefur farið af stað, sérstaklega er ég ánægður með aðgerðaáætlunina í málefnum barna sem var samþykkt á nýafstöðnu sumarþingi.
Af heimavígstöðvunum er það helst að frétta að bæjarstjórnin ákvað mjóg fljótt eftir að hún tók við að framkvæma þjónustukönnun fyrir sveitarfélagið. Capacent Gallup vann könnunina fyrir okkur og var með kynningu á helstu niðurstöðum fyrir síðasta bæjarstjórnarfund sem haldinn var 14. júní síðastliðinn. Í niðurstöðunum kemur margt forvitnilegt í ljós. Almennt má segja að íbúar sveitarfélagsins eru nokkuð ánægðir með þá þjónustu sem boðið er upp á í sveitarfélaginu. Í könnuninni er fólk einnig spurt út í þjónustu sem ekki er veitt af sveitarfélaginu, t.a.m. er spurt út í þjónustu framhaldsskólans.
Niðurstaðan fyrir Framhaldsskólann í Austur Skaftafellssýslu er eitt það allra ánægjulegasta í allri þessari könnun. Skólinn fær nánast fullt hús stiga hjá þeim sem nýta sér þjónustu hans. Þetta eru sannarlega gleðileg tíðindi samfélagið á Hornafirði þar sem góður framhaldsskóli styður við vöxt og viðgang samfélagsins. Stjórnendur og starfsfólk skólans eiga heiður skilinn fyrir það að hafa staðið svona vel að málum.
Ýmislegt annað kemur vel út í könnuninni t.a.m. leikskólarnir og grunnskólarnir sem og tónlistarskólinn. Einnig kemur fram ánægja með starfsemi hjúkrunarheimilisins og heimahjúkrun á stðanum auk fjölda annarra hluta. Niðurstöður svona könnunar vekja oft fleiri spurningar en þær svara en þær gefa okkur mikilsverðar upplýsingar um það hvar við erum að standa okkur og hvar ekki. Niðurstöðurnar eru góður grunnur fyrir okkur sem vinnum að stjórn sveitarfélagsins til þess að vinna eftir.
Könnunin sýnir okkur nefnilega þá þætti í starfinu sem íbúarnir eru ekki nógu ánægðir með. Eitt atriði staðnæmist maður sérstaklega við og það er að fólk er afar óánægt með framboð lóða í sveitarfélaginu. Þar er vissulega verka að vinna. Í ljósi þessa er gaman að geta þess að nú er unnið að nýju skipulagi fyrir Leirusvæðið. Gamla skipulaginu hefur verið breytt þar og lóðum undir parhús og raðhús hefur verið breytt í einbýlishúsalóðir.
Bygginga - og skipulagsnefnd mun taka tillöguna til umfjöllunar á fundi sínum næsta fimmtudag. Það er Ulla Pedersen, landslagsarkitekt sem hefur unnið tillöguna fyrir sveitarfélagið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.