Leita í fréttum mbl.is

Af gefnu tilefni

Alveg er makalaust að fylgjast með framgöngu Steingríms J. Sigfússonar formanns Vinstri grænna þessa dagana. Stóryrðaflaumurinn flýtur af vörum hans eins og stórfljót í leysingum og allt finnur hann Samfylkingunni til foráttu en lætur hinn meinta höfuðandstæðing sinn í stjórnmálum, Sjálfstæðisflokkinn í friði.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks stendur:

  • Sérstök áhersla verði lögð að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýtingar.
  • Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja niðurstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar afgreiðslu.
  • Þar til sú niðurstaða er fengin verði ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþingis, nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyrir.

Þetta kallar Steingrímur að Samfylkingin hafi gefist upp í umhverfismálum. Þá er rétt að benda á þetta hádegisviðtal á Stöð 2 þar Steingrímur var aldeilis tilbúinn að setja málefni VG á útsölu til þess að liðka fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband