21.5.2007 | 13:25
VG slær vinstri stjórn út af borðinu
Nú er það ljóst að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks að verða að veruleika. Miðað við þá stöðu sem upp er komin þá er þetta eini raunhæfi kosturinn í stöðunni.
Viðbrögð og háttalag forystumanna VG eftir kosningar vorum með þeim hætti að vinstri stjórn var í raun slegin út af borðinu strax daginn eftir kosningar. Steingrímur notaði m.a. annars skopmyndateikningar á vegum ungliða Framsóknar sem átyllu til þess að móðgast við Framsóknarflokkinn. Afleikur VG eftir kosningar hefur verið með hreinum ólíkindum og magnað sjónarspil að fylgjast með.
Ögmundur gerði framsóknarmönnum tilboð eftir kosningar sem fól í sér að Framsókn verði minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna falli á þinginu. Þetta er stjórnarmynstur sem þekkist varla í íslenskri stjórnmálasögu. Þetta tilboð Ögmundar var einn af nöglunum í líkkistu hugsanlegrar vinstri stjórnar vegna þess að það var ekki nokkur leið fyrir Framsóknarflokkinn að taka tilboðinu.
Öll orðræða Vinstri Grænna eftir kosningar var þannig að það var ljóst að forystumenn þess ágæta flokks vonuðust allan tímann eftir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í hádegisviðtali Stöðvar tvö 16. maí síðastliðinn kom berlega í ljós að formaður VG var tilbúinn að slá vel af öllum kröfum flokksins í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn m.a. í umhverfismálum sem hafa nú verið ær og kýr flokksins hingað til.
Þegar kemur í ljós að Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin hafa náð samkomulagi um stjórnarmyndunarviðræður þá koma forsvarsmenn VG fram á sjónarsviðið heilagri en allt sem heilagt er og reyna að telja fólki trú um að þeir hafi í raun alltaf viljað vinstri stjórn. Núna bera þeir á borð þær söguskýringar að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkur hafi í raun verið búin að mynda stjórn fyrir kosningar. Þvílík firra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.