Leita í fréttum mbl.is

Frábær stemmning á kosningaskrifstofunni

Ég er búinn að sitja á kosningaskrifstofunni frá því klukkan 09:00 í morgun. Þar hef ég setið og tekið á móti fjölda fólks og hringt í annað eins af fólki.

Gríðargóð stemmning er búin að vera í allan dag og mikið rennerí á skrifstofuna. Allir tala um það sama: að fella ríkisstjórnina.

Frábært er að sjá hvað fólk yfir höfuð er áhugasamt um lýðræðislega þátttöku. Margir koma og leita upplýsinga um stefnumál flokksins áður en farið er í kjörklefann.

Miðað við stemmninguna í dag á okkar litlu Samfylkingarskrifstofu á Hornafirði þá yrði ég ekki hissa þótt Samfylkingin ynni stórsigur. Enda höfum við verið á blússandi siglingu á síðustu dögum og vikum og straumurinn hefur legið til okkar.

Eitt stendur hins vegar upp úr: það er gaman að taka þátt í kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...og kjörorð dagsins er: Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 19:13

2 identicon

Sæll bróðir sæll.

 Ég er stoltur af þér, og geri ráð fyrir að þú sért stoltur af mér. Atkvæðið mitt hefur komist til skila.

Viktor Ragnar Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband