11.5.2007 | 23:57
Gefum ríkisstjórn biðlista og vondrar hagstjórnar frí – hún á það skilið
Í þessari kosningabaráttu sem senn tekur enda hefur Samfylkingin einkum lagt áherslu á þrennt: málefni eldri borgara, málefni barnafjölskyldna og ábyrga efnahagsstjórn. Í öllum þessum málaflokkum fær ríkisstjórnin einfaldlega falleinkunn.
Langvarandi seta hægri stjórnarinnar hefur haft þau áhrif á velferðarkerfið að það stórsér á því. Íslenska velferðarkerfið fjarlægist hröðum skrefum þau velferðarkerfi sem við þekkjum á hinum norðurlöndunum og ójöfnuður eykst hér hraðar en nokkru sinni fyrr. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir áframhald á þessari þróun er að kjósendur greiði öflugum jafnaðarflokki atkvæði sitt í kosningunum 12. maí.
Á þessu kjörtímabili sem nú er að ljúka hafa þingmenn Samfylkingarinnar flutt 150 þingmál um málefni eldri borgara. Samfylkingin hefur m.a. flutt tillögu um að skattur á lífeyrissjóðstekjur verði 10% og að hjúkrunarsjúklingar haldi fjárhagslegu sjálfstæði með auknum ráðstöfunartekjum. Stærsta vanrækslusynd núverandi stjórnarflokka er að yfir 400 aldraðir einstaklingar eru á biðlista eftir hjúkrunarrými og yfir 900 eldri borgarar eru í þvingaðri samvist með ókunnugum. Þetta er fullkomlega óviðunandi ástand og Samfylkingin ætlar að breyta þessu með hagsmuni eldri borgara að leiðarljósi.
Samfylkingin setur barnafjölskyldur í forgang
Full þörf er á að taka málefni barnafjölskyldna í landinu föstum tökum. Það er dýrt að reka heimili á Íslandi og vond hagstjórn núverandi ríkisstjórnar hefur ekki hjálpað til í þeim efnum. Hér er verðbólga viðvarandi hátt yfir viðmiðunarmörkum Seðlabankans og íslenskar barnafjölskyldur búa við algjöra okurvexti. Einnig þurfa íslenskar fjölskyldur að sætta sig við það búa við eitt hæsta matvælaverð sem þekkist. Allt hefur þetta þau áhrif að foreldrar þurfa að vinna langan vinnudag til þess að láta enda ná saman og það kemur niður á samverustundum fjölskyldunnar. Þegar Samfylkingin hefur tekið við stjórnartaumunum mun hún efna til samstarfs við aðila vinnumarkaðarins til að finna leiðir til að stytta vinnuvikuna í því skyni að auka samvistir foreldra og barna. Ég held að allir geti verið sammála um það að ekkert hefur meira forvarnargildi en samvera foreldra og barna.
Aðbúnað eldri borgara og barnafjölskyldna er hins vegar einungis hægt að bæta með ábyrgri hagstjórn. Hagstjórnin hefur síður en svo verið sterkasta hlið núverandi ríkisstjórnar og kosningavíxlarnir sem ráðherrarnir hlaupa nú með um héruð í aðdraganda kosninga til þess að kaupa sér velvild eru ekki beinlínis til þess fallnir að auka trúverðugleika þeirra í stjórn efnahagsmála. Eina leiðin til þess að snúa af leið óstöðugleikans er veita Samfylkingunni brautargengi í kosningunum 12. maí. Fórnarkostnaður heimilanna í landinu hefur verið of mikill í tíð núverandi ríkisstjórnar, gefum hægri stjórninni sem verið hefur við völd í 12 ár frí á laugardaginn og hefjum jafnaðarstefnuna til öndvegis á nýjan leik í íslensku samfélagi. Það gerum við bara með því að setja X við S á laugardaginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:59 | Facebook
Myndaalbúm
Færsluflokkar
Eldri færslur
- Apríl 2012
- Febrúar 2012
- Nóvember 2011
- Janúar 2011
- Október 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Október 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.